Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool lánar Beck til Blackburn (Staðfest) - Fleiri ungir leikmenn á förum
Mynd: Getty Images
Blackburn Rovers, lið Arnórs Sigurðssonar, hefur fengið velski vinstri bakvörðinn Owen Beck á láni frá Liverpool.

Beck er 22 ára gamall og uppalinn hjá Liverpool en þetta er fjórði lánssamningurinn sem hann gerir á ferlinum.

Hann kom við sögu í einum leik með Liverpool á síðustu leiktíð, en hann á þrjá leiki í heildina.

Síðustu tímabil hefur hann verið á láni hjá Dundee United, Bolton Wanderers og Famalicao, en hann er enn einu sinni farinn út á lán og í þetta sinn til Blackburn Rovers.

Liverpool ætlar að losa sig við fleiri unga leikmenn fyrir gluggalok en miðjumennirnir Stefan Bajcetic og Tyler Morton gætu verið á leið á láni á næstu dögum. Bajcetic er sagður á leið til RB Salzburg í Austurríki á meðan Morton er orðaður við Bayer Leverkusen.


Athugasemdir
banner