Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd blandar sér líka í baráttuna um Toney
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Manchester United virðist ætla, rétt eins og Chelsea, að vera með í kapphlaupinu um Ivan Toney á síðustu dögum félagaskiptagluggans.

Standard segir frá því að viðræður á milli Man Utd og Brentford hafi átt sér stað en þær eru á frumstigi. United hefur ekki enn lagt fram tilboð í hann þó það séu bara tveir dagar eftir af glugganum.

Toney á innan við ár eftir af samningi sínum en Brentford er að vonast eftir 50 milljónum punda fyrir hann.

Framherjinn hefur verið utan hóps í fyrstu tveimur umferðunum í úrvalsdeildinni út af mögulegum félagaskiptum.

Al-Ahli í Sádi-Arabíu hefur boðið Toney risasamning en Chelsea og Man Utd geta boðið honum upp á að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá Toney áður en glugginn lokar á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner