Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca um Sterling og Chilwell: Hollast fyrir þá að skipta um félag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enzo Maresca, nýr þjálfari Chelsea, hefur gefið það út að Raheem Sterling og aðrir leikmenn sem æfa aðskildir frá aðalliðinu munu ekki taka þátt á leiktímabilinu.

Sterling á þrjú ár eftir af samningi við Chelsea en má finna sér nýtt félag. Það eru mörg félög talin vera áhugasöm um að tryggja sér þjónustu hans.

„Raheem er frábær einstaklingur og virkilega gæðamikill fótboltamaður. Tölfræðin hans talar sínu máli, hann hefur átt magnaðan feril og getur haldið áfram að gera frábæra hluti en hann er ekki sú tegund af kantmanni sem ég vil notast við," sagði Maresca í dag, en Sterling kom með beinum hætti að 18 mörkum í 43 leikjum á síðustu leiktíð.

„Raheem og aðrir leikmenn sem æfa ekki með hópnum munu ekki taka þátt í leikjum á tímabilinu. Þeir munu ekki fá neinar mínútur. Það er hollast fyrir þá að reyna að skipta um félag áður en glugginn lokar."

Trevoh Chalobah og Ben Chilwell eru meðal leikmanna sem hafa verið að æfa fjarri aðalliðshópnum.

Maresca var þá spurður hvort hann hefði áhuga á að krækja í Jadon Sancho frá Manchester United til að fylla í skarðið fyrir Sterling.

„Ef við getum náð í annan góðan leikmann sem getur hjálpað liðinu þá væri það frábært. Jadon er ekki leikmaður Chelsea og því vil ég ekki ræða um hann, þó að hann sé leikmaður sem ég þekki mjög vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner