Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mukiele á leið til Leverkusen
Mynd: PSG
Franski varnarmaðurinn Nordi Mukiele er að ganga í raðir Bayer Leverkusen frá Paris Saint-Germain. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Félögin hafa náð samkomulagi um að Mukiele fari til Leverkusen á láni út tímabilið en ekkert kaupákvæði verður í samningnum.

Mukiele er 26 ára gamall hægri bakvörður sem getur einnig spilað miðvörð.

Hann kom til PSG frá RB Leipzig fyrir tveimur árum og spilað 45 leiki fyrir franska félagið.

Frakkinn er nú á leið í læknisskoðun hjá Leverkusen áður en hann verður kynntur. Leverkusen mun greiða launakostnað leikmannsins.

Mukiele á 1 A-landsleik að baki með Frökkum og fimmtán leiki fyrir yngri landsliðin.

Leverkusen gæti verið að missa nokkra varnarmenn fyrir gluggalok, en Odilon Kossounou er á leið til Atalanta. Bayern München hefur áhuga á Jonathan Tah og þá gæti Edmond Tapsoba endað hjá Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner