Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 09:05
Elvar Geir Magnússon
Newcastle og Man Utd íhuga að gera tilboð í Calvert-Lewin
Powerade
Dominic Calvert-Lewin.
Dominic Calvert-Lewin.
Mynd: Getty Images
Liverpool vill Chiesa.
Liverpool vill Chiesa.
Mynd: EPA
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Það er gluggadagur á föstudaginn og ýmislegt í gangi á markaðnum. Hér er slúðurpakki dagsins.

Newcastle og Manchester United eru að íhuga að gera tilboð í enska framherjann Dominic Calvert-Lewin (27) sem verður samningslaus hjá Everton næsta sumar. (Football Insider)

Liverpool vinnur að því að ganga frá kaupum á Federico Chiesa (26) framherja Juventus og ítalska landsliðsins áður en félagaskiptaglugginn lokar á föstudaginn. (Athletic)

Chelsea reynir að fá enska framherjann Ivan Toney (28) frá Brentford. Félagið mun þó ekki geta jafnað launin sem er í boði hjá Sádi-arabíska félaginu Al-Ahli. (Sky Sports)

Sagt er að Toney gæti þénað allt að 400.000 pund á viku í Sádi-Arabíu. (Mail)

Búist er við að Orel Mangala (26) miðjumaður Lyon og Belgíu fari í læknisskoðun hjá Everton með það fyrir augum að ganga til liðs við félagið á láni áður en félagaskiptafresturinn rennur út. (Sky Sports)

Nottingham Forest er að skoða Brian Brobbey (22), framherja Ajax og Hollands, sem hugsanleg kaup áður en félagaskiptaglugganum lokar. (Mirror)

Chelsea horfir til Jhon Duran (20), framherja Aston Villa og Kólumbíu, sem varakost ef félaginu tekst ekki að landa Victor Osimhen (25) frá Napoli. (Givemesport)

Roma er opið fyrir því að selja enska framherjann Tammy Abraham (26) en West Ham hefur áhuga. (Football Insider)

Bayern München og Borussia Dortmund fylgjast með stöðu enska kantmannsins Jadon Sancho (24) hjá Manchester United. (Talksport)

Juventus og Chelsea eru í viðræðum við United um Sancho. (Fabrizio Romano)

Manchester City á enn eftir að taka ákvörðun um framtíð portúgalska miðjumannsins Matheus Nunes (25) en veit af áhuga Atletico Madrid á honum. (ESPN)

Ipswich Town er í viðræðum um að fá írska kantmanninn Chiedozie Ogbene (27) frá Luton Town. (Athletic)

Leeds hefur hafið viðræður við Fortuna Dusseldorf um að fá japanska miðjumanninn Ao Tanaka (25). (Mail)

Bayern München hefur náð samkomulagi við Al-Hilal um Kingsley Coman (28). Franski landsliðsmaðurinn hefur hinsvegar enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætli að fara til Sádi-Arabíu. (Sky Þýskalandi)

West Brom hefur hafnað um 10 milljón punda tilboði frá Southampton í enska kantmanninn Tom Fellows (21). (Telegraph)

Hollenski framherjinn Wout Weghors (32) ætlar að ganga til liðs við Ajax frá Burnley eftir að hafa náð samkomulagi við hollenska félagið um kaup og kjör. (ESPN)

AC Milan gæti boðið franska miðjumanninum Adrien Rabiot (29) samning en hann er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Juventus rann út. (La Gazzetta dello Sport)

Leicester vonast til að fá 19,5 milljóna punda tilboð í marokkóska miðjumanninn Bilal El Khannouss (20) samþykkt af Genk. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner