Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Ogbene til Ipswich (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Nýliðar Ipswich í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið vængmanninn Chiedozie Ogbene frá Luton. Írski landsliðsmaðurinn er keyptur á átta milljónir punda og skrifaði undir fjögurra ára samning á Portman Road.


„Ég er ofboðslega spenntur og tel mig heppinn að fá það tækifæri að spila aftur í úrvalsdeildinni," segir Ogbene.

„Ég átti mjög góðar samræður við Kieran McKenna (stjóra Ipsiwch) og hann hefur mikla trú á mér. Ég veit hvað hann vill frá mér."

Ogbene þótti hafa spilað vel í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, þó hann hafi ekki getað komið í veg fyrir fall Luton úr deildinni.

Ipswich hefur verið að vinna í því að styrkja sóknarleik sinn, þar á meðal vegna þess að vængmaðurinn Wes Burns meiddist í 2-0 tapi gegn Liverpool í fyrstu umferð. Félagið er í viðræðum við Chelsea um albanska sóknarmanninn Armando Broja.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 3 3 0 0 9 2 +7 9
2 Liverpool 3 3 0 0 7 0 +7 9
3 Brighton 3 2 1 0 6 2 +4 7
4 Arsenal 3 2 1 0 5 1 +4 7
5 Newcastle 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Brentford 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Aston Villa 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Bournemouth 3 1 2 0 5 4 +1 5
9 Nott. Forest 3 1 2 0 3 2 +1 5
10 Tottenham 3 1 1 1 6 3 +3 4
11 Chelsea 3 1 1 1 7 5 +2 4
12 Fulham 3 1 1 1 3 3 0 4
13 West Ham 3 1 0 2 4 5 -1 3
14 Man Utd 3 1 0 2 2 5 -3 3
15 Leicester 3 0 1 2 3 5 -2 1
16 Crystal Palace 3 0 1 2 2 5 -3 1
17 Ipswich Town 3 0 1 2 2 7 -5 1
18 Wolves 3 0 1 2 3 9 -6 1
19 Southampton 3 0 0 3 1 5 -4 0
20 Everton 3 0 0 3 2 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner