Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólafur Ingi velur sinn fyrsta U21 landsliðshóp
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ólafur Ingi Skúlason hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari U21 landsliðsins. Hann tók við liðinu af Davíð Snorra Jónassyni fyrr í sumar en Davíð gerðist aðstoðarþjálfari A-landsliðsins.

Þessi hópur leikur gegn Danmörku 6. september og Wales 10. september. Báðir leikirnir fara fram á Víkingsvelli.

Það er einn nýliði í hópnum en það er Gísli Gottskálk Þórðarson sem hefur verið að leika vel með Víkingum. Ólafur þekkir hann vel úr U19 landsliðinu.

Frá síðasta verkefni í mars koma Róbert Orri Þorkelsson, Óskar Borgþórsson og Gísli Gottskálk koma inn í hópinn fyrir Danijel Dejan Djuric, Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson.

Hópurinn
Adam Ingi Benediktsson – Östersund – 6 leikir
Lúkas J. Blöndal Peterson – Hoffenheim – 4 leikir
Andri Fannar Baldursson – Elfsborg – 18 leikir
Kristall Máni Ingason – SönderjyskE – 17 leikir, 8 mörk
Róbert Orri Þorkelsson – Kongsvinger – 15 leikri, 1 mark
Ólafur Guðmundsson – FH – 10 leikir
Valgeir Valgeirsson – Örebro – 9 leikir
Ísak Andri Sigurgeirsson – IFK Norrköping – 8 leikir
Logi Hrafn Róbertsson – FH – 8 leikir
Óli Valur Ómarsson – Stjarnan – 7 leikir, 1 mark
Davíð Snær Jóhannsson – Álasund – 6 leikri, 2 mörk
Ari Sigurpálsson – Víkingur R. – 5 leikri, 1 mark
Anton Logi Lúðvíksson – Haugasund – 5 leikir
Hlynur Freyr Karlsson – Brommapojkarna – 5 leikir
Óskar Borgþórsson – Sogndal – 5 leikri
Eggert Aron Guðmundsson – Elfsborg – 4 leikir
Hilmir Rafn Mikaelsson – Kristiansund– 1 leikur
Benoný Breki Andrésson – KR – 1 leikur
Daníel Freyr Kristjánsson – FC Frederica – 1 leikur
Gísli Gottskálk Þórðarson – Víkingur R.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 7 4 2 1 16 - 8 +8 14
2.    Wales 7 4 2 1 12 - 9 +3 14
3.    Ísland 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
4.    Tékkland 6 2 2 2 8 - 10 -2 8
5.    Litháen 6 0 0 6 5 - 13 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner