Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ramsdale til Southampton: „Here we go!"
Mynd: EPA
Ensku úrvalsdeildarnýliðarnir Southampton eru að ganga frá kaupum á Aaron Ramsdale frá Arsenal fyrir um 25 milljónir punda.

Ramsdale var keyptur til Arsenal sumarið 2021 og tók byrjunarliðssætið af Bernd Leno sem var síðar seldur til Fulham.

Ramsdale hélt byrjunarliðssætinu þó aðeins í rétt rúmlega tvö tímabil, þar til David Raya var keyptur frá Brentford og hrifsaði markmannsstöðuna til sín.

Ramsdale virðist ekki eiga afturkvæmt í byrjunarliðið hjá Arsenal eftir frábæra frammistöðu Raya og er hann spenntur fyrir að fá spiltíma hjá nýju félagi.

Fleiri félög höfðu áhuga á Ramsdale í sumar en voru ekki reiðubúin til að borga 25 milljónir fyrir hann.

Arsenal er að krækja í Joan García frá Espanyol til að fylla í skarðið fyrir Ramsdale. García er 23 ára gamall og lék 8 leiki fyrir yngri landslið Spánar.

Fabrizio Romano greinir frá þessu og hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskiptin.
Athugasemdir
banner
banner