Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Roma kaupir landsliðsmann frá Sádi-Arabíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Roma hefur staðfest kaupin á sádi-arabíska hægri bakverðinum Saud Abdulhamid en hann kemur frá deildarmeisturum Al Hilal.

Abdulhamid er 25 ára gamall og er sá Sádi-Arabinn til að semja í einni af fimm stærstu deildum Evrópu.

Roma greiðir Al Hilal 2,5 milljónir evra fyrir þjónustu hans og hefur hann skrifað undir langtímasamning.

Varnarmaðurinn var í landsliði Sádi-Arabíu sem vann Argentínu óvænt, 2-1, í riðlakeppni HM í Katar fyrir tveimur árum. Hann hefur spilað 36 landsleiki og skorað eitt mark, gegn Íslandi í æfingaleik fyrir tveimur árum.

Al Hilal fékk portúgalska leikmanninum Joao Cancelo frá Manchester CIty en hann mun fylla skarðið sem Abdulhamid skildi eftir sig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner