Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rui Patricio og Samardzic til Atalanta (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Evrópudeildarmeistarar Atalanta eru búnir að gera ýmsar breytingar á leikmannahópi sínum fyrir nýja leiktíð í ítalska boltanum og voru að krækja í nokkra nýja leikmenn á dögunum.

Atalanta var að bæta portúgalska markverðinum Rui Patrício við leikmannahópinn hjá sér eftir að hafa misst Juan Musso til Atlético Madrid á dögunum.

Rui Patrício er 36 ára gamall og kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa verið hjá Roma síðustu þrjú ár, en hann hefur einnig spilað fyrir Sporting CP og Wolves á ferlinum.

Auk hans var Atalanta einnig að bæta serbneska miðjumanninum Lazar Samardzic við hópinn hjá sér en hann kemur úr röðum Udinese.

Samardzic kemur á lánssamningi með kaupmöguleika sem verður að kaupskyldu ef ákveðnum skilyrðum verður mætt, en þá mun Atalanta borga um 20 milljónir evra fyrir þennan öfluga leikmann sem var lykilmaður í liði Udinese á síðustu leiktíð.

Samardzic er 22 ára gamall og lék fyrir U21 landslið Þýskalands áður en hann byrjaði að spila fyrir A-landsliðið hjá Serbíu.

Atalanta er einnig búið að krækja í menn á borð við Nicoló Zaniolo, Juan Cuadrado og Mateo Retegui í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner