Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atlético og Sociedad hiksta á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það fóru fjórir leikir fram í þriðju umferð spænska deildartímabilsins í kvöld þar sem Athletic Bilbao náði í sinn fyrsta sigur er Valencia kíkti í heimsókn.

Heimamenn í Athletic voru talsvert sterkari aðilinn og verðskulduðu 1-0 sigur, þar sem Benat Prados Diaz skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Gestirnir frá Valencia ógnuðu lítið sem ekkert í leiknum og verma botnsæti La Liga þar sem liðið er án stiga eftir þrjár umferðir. Athletic Bilbao er með fjögur stig.

Atlético Madrid gerði þá markalaust jafntefli á heimavelli gegn Espanyol þrátt fyrir mikla yfirburði, þar sem heimamenn áttu 24 marktilraunir gegn 8 í leiknum. Atlético er með fimm stig eftir þetta jafntefli.

Real Valladolid og Leganes skildu einnig jöfn á meðan Real Sociedad tapaði óvænt á heimavelli gegn nágrönnum sínum í liði Alavés.

Þetta var afar erfiður leikur fyrir heimamenn í liði Sociedad þar sem Mikel Oyarzabal fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot á 29. mínútu leiksins.

Sociedad tók forystuna skömmu síðar þrátt fyrir að vera manni færri, en gestirnir jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Tíu leikmenn Sociedad réðu ekki við Alavés í síðari hálfleik og verðskulduðu gestirnir að skora sigurmark á 77. mínútu, þegar Toni Martinez kom inn af bekknum og skoraði í frumrauninni fyrir sitt nýja félag.

Sociedad er aðeins með þrjú stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar, en Alavés er komið með fjögur stig.

Athletic 1 - 0 Valencia
1-0 Benat Prados Diaz ('45 )

Real Sociedad 1 - 2 Alaves
1-0 Brais Mendez ('32 )
1-1 Asier Villalibre ('45 , víti)
1-2 Toni Martinez ('77 )
Rautt spjald: Mikel Oyarzabal, Real Sociedad ('29)

Valladolid 0 - 0 Leganes

Atletico Madrid 0 - 0 Espanyol
Athugasemdir
banner
banner
banner