Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Stjórnarmenn Al-Ahli mættir til Napolí
Mynd: EPA
Stjórnarmenn frá sádi-arabíska félaginu Al-Ahli eru mættir til Napolí á Ítalíu þar sem þeir ætla að reyna að sannfæra nígeríska framherjann Victor Osimhen um að ganga til liðs við félagið.

Osimhen er ekki ánægður hjá Napoli og vill yfirgefa félagið sem fyrst. Hann er ekki talinn vera spenntur fyrir því að spila í Sádi-Arabíu en er reiðubúinn til þess ef hann kemst ekki til annars félags í Evrópu.

Paris Saint-Germain og Chelsea sýndu Osimhen áhuga í sumar en PSG hætti við kaupin snemma og er Chelsea enn í viðræðum. Osimhen vonast til að fara til Chelsea, en ef það verður ekkert úr þeim félagaskiptum er hann líklegur til að ganga í raðir Al-Ahli og skrifa undir risasamning þar.

Napoli er tilbúið til að selja Osimhen fyrir tæplega 70 milljónir evra, en framherjinn myndi þéna um 30 milljónir í árslaun á fjögurra ára samningi hjá Al-Ahli.

Osimhen er 25 ára gamall og hefur skorað 76 mörk í 133 keppnisleikjum með Napoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner