Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 11:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Aron á leið til Noregs
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen er að ganga í raðir Sarpsborg í Noregi en Nettavisen greinir frá þessum tíðindum.

Það kemur fram að Sarpsborg hafi þegar náð samkomulagi við bæði leikmanninn og núverandi félag hans, Hansa Rostock í Þýskalandi. Það eru bara smáatriði eftir.

Sveinn Aron mun skrifa undir fjögurra ára samning við Sarpsborg en planið er að hann gangi í raðir félagsins fyrir helgi.

Sveinn Aron, sem er elsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, gekk í raðir Hansa Rostock í janúar á þessu ári og spilaði tólf leiki með liðinu í þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Í þeim skoraði hann eitt mark, en hann byrjaði aðeins einn leik.

Hansa Rostock féll úr B-deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur núna í þriðju efstu deild.

Sarpsborg er sem stendur í ellefta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner