Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ugarte og McTominay mættir í læknisskoðun
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Manchester United er að ganga frá kaupum á úrúgvæska miðjumanninum Manuel Ugarte sem kemur til félagsins úr röðum franska stórveldisins PSG.

Ugarte er staddur í Manchester þessa stundina þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá Rauðu djöflunum áður en hann verður tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Man Utd borgar rétt rúmlega 50 milljónir punda til að kaupa Ugarte og fjármagnar helming af kaupverðinu með sölu á Scott McTominay til Napoli.

McTominay stóðst læknisskoðun hjá Napoli í dag og er hann á leið til ítalska félagsins fyrir rétt rúmar 25 milljónir punda. Man Utd heldur einnig 10% af endursölurétti á McTominay.

Napoli er einnig að ganga frá kaupum á Billy Gilmour frá Brighton og gætu skosku landsliðsmennirnir McTominay og Gilmour því myndað áhugavert miðjupar í Serie A.

Ugarte er 23 ára gamall og kom við sögu í 37 leikjum með PSG á síðustu leiktíð. Hinn 27 ára gamli McTominay skoraði 10 mörk í 43 leikjum með Man Utd á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner