Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 08:43
Elvar Geir Magnússon
Úrúgvæskur leikmaður sem hneig niður á vellinum er látinn
Izquierdo hneig niður á vellinum.
Izquierdo hneig niður á vellinum.
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski fótboltamaðurinn Juan Izquierdo er látinn. Hann hneig meðvitundarlaus niður á vellinum í síðustu viku eftir að hafa fengið verk fyrir hjartað í leik með Club Nacional.

Leikurinn var í Copa Libertadores og fór fram í Brasilíu. Izquierdo var fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið þar sem hann hafði verið síðan síðasta fimmtudag áður en hann lést.

Í yfirlýsingu frá læknum á sjúkrahúsinu sem send var út á mánudag kom fram að Izquierdo væri með hjarta- og öndunarstopp sem tengdist hjartsláttartruflunum. Hann hafði verið í öndunarvél síðan á sunnudag.

Alejandro Domínguez forseti fótboltasambands Suður-Ameríku sendi samúðarkveðjur og segir að Suður-amerískur fótbolti sé í sorg.

Izquierdo var 27 ára varnarmaður og varð tvívegis úrúgvæskur meistari, með Nacional og Liverpool frá Montevídeó.
Athugasemdir
banner