Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves að ganga frá kaupum á André frá Fluminense
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefur ekki farið vel af stað á nýju tímabili eftir að hafa misst nokkra lykilmenn frá sér í sumar.

Úlfarnir eru staðráðnir í því að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir gluggalok á næstu dögum og eru svo gott sem búnir að krækja í brasilíska miðjumanninn André.

André er 23 ára gamall og er samningsbundinn Fluminense, en Wolves eru við það að ná samkomulagi við brasilíska félagið um kaupverð.

Úlfarnir munu borga rúmlega 20 milljónir punda í heildina fyrir André, sem var einnig eftirsóttur af Manchester United og Fulham í sumar.

André er varnarsinnaður miðjumaður að upplagi sem getur einnig leikið sem miðvörður.

Hann er lykilmaður í liði Fluminense og á 5 A-landsleiki að baki fyrir brasilíska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner