Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Yacine Adli orðinn samherji Alberts (Staðfest)
Mynd: Fiorentina
Fiorentina hefur fengið franska varnartengiliðinn Yacine Adli á láni frá AC Milan, með möguleika á kaupum eftir tímabilið.

Þessi 24 ára leikmaður verður á láni út tímabilið og gerir svo fjögurra ára samning við Fiorentina ef félagið nýtir sér ákvæðið.

Hann verður ekki með keppnisleyfi í seinni leiknum gegn Puskas Akademia í umspili Sambandsdeildarinnar sem fram fer annað kvöld en gæti spilað gegn Monza í ítölsku A-deildinni á sunnudag.

Adli á 39 leiki að baki með AC Milan og er sjötti leikmaðurinn sem Fiorentina fær í sumar.

Áður hafði félagið krækt í Moise Kean, Marin Pongracic, Andrea Colpani á láni, Amir Richardson og Albert Guðmundsson.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 3 2 1 0 8 2 +6 7
2 Juventus 3 2 1 0 6 0 +6 7
3 Torino 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Verona 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Napoli 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Empoli 3 1 2 0 3 2 +1 5
8 Lazio 3 1 1 1 6 5 +1 4
9 Parma 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Genoa 3 1 1 1 3 4 -1 4
11 Fiorentina 3 0 3 0 3 3 0 3
12 Atalanta 3 1 0 2 5 6 -1 3
13 Lecce 3 1 0 2 1 6 -5 3
14 Milan 3 0 2 1 5 6 -1 2
15 Monza 3 0 2 1 2 3 -1 2
16 Cagliari 3 0 2 1 1 2 -1 2
17 Roma 3 0 2 1 1 2 -1 2
18 Bologna 3 0 2 1 2 5 -3 2
19 Venezia 3 0 1 2 1 4 -3 1
20 Como 3 0 1 2 1 5 -4 1
Athugasemdir
banner
banner