„Tilfinningin er ótrúleg, þetta er það sem við æfum fyrir og ég elska þetta. Þetta er frábært," sagði Gunnar Vatnhamar sem reyndist hetjan á Víkingsvelli í dag. Hann skoraði eina mark leiksins fyrir Víking þegar skammt var til leiksloka.
Gunnar segist ekki vera vanur því að skora mörk en hann raðaði reyndar inn mörkum á sínum tíma í Víkingi Götu, skoraði þar 33 mörk í 208 deildarleikjum.
Gunnar segist ekki vera vanur því að skora mörk en hann raðaði reyndar inn mörkum á sínum tíma í Víkingi Götu, skoraði þar 33 mörk í 208 deildarleikjum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 0 KA
„Þetta er bara gleði, þegar ég get gert eitthvað fyrir liðið eins og ég gerði í dag er það bara mjög góð tilfinning. Já, ég hef skorað nokkur mörk en þetta er fyrsta markið á Íslandi og vonandi get ég skorað fleiri."
Gunnar er ánægður með sitt hlutverk í leikkerfi Arnars Gunnlaugssonar. „Þjálfarinn gerir mjög vel í að finna lausnir og ég er bara ánægður að hann notar mig í þessum stöðum. Þetta er taktík og hún virkar."
„Ég er enn að aðlagast en með hjálp liðsfélaganna þá er þetta að ganga vel."
Víkingur er með fullt hús stiga og hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni. „Við hefðum auðvitað getað haldið hreinu í bikarnum. En þetta er það sem við æfum fyrir, svona vinnum við leiki," sagði Gunnar.
Athugasemdir