Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   sun 29. maí 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag setur fjóra leikmenn á sölulista
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er byrjaður að taka til hendinni hjá Manchester United.

Samkvæmt grein frá The Athletic þá er sá hollenski búinn að setja fjóra leikmenn á sölulista, leikmenn sem hann er tilbúinn að leyfa að fara.

Það eru nokkrir leikmenn að renna út á samningi, þar á meðal Jesse Lingard og Paul Pogba. Það er búist við því að þeir muni fara.

Að sögn The Athletic þá er félagið að reyna að selja Anthony Martial, Eric Bailly, Phil Jones og Axel Tuanzebe. Það verður eflaust hægara sagt en gert þar sem þessir leikmenn eru allir - kannski fyrir utan Tuanzebe - á mjög háum launum miðað við gæði.

Því er einnig haldið fram að félagið sé að íhuga að selja Aaron Wan-Bissaka og þá mun Alex Telles hugsa sinn gang ef Luke Shaw verður fyrsti kostur Ten Hag í stöðu vinstri bakvarðar. Markvörðurinn Dean Henderson hefur þá verið sterklega orðaður við Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner