Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mið 29. ágúst 2018 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hallbera: Þetta verður erfiðara en úti í Þýskalandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera Guðný Gísladóttir, varnarmaður Vals og íslenska landsliðsins, segist vera spennt fyrir stórleik helgarinnar gegn Þýskalandi.

Það hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á völlinn og uppselt er á leikinn.

Stelpurnar okkar höfðu betur í Þýskalandi og uppskáru sögulegan sigur á einum erfiðasta útivelli heims. Hallbera býst við að leikurinn hér heima verði talsvert lokaðari en fyrri leikurinn.

„Þær koma kannski grimmari til leiks núna enda er allt undir hjá báðum liðum," sagði Hallbera í stuttu viðtali.

„Við verðum sáttar ef við náum að halda markinu okkar hreinu. Þær eru með gríðarlega gott lið og við verðum að nota allar þær leiðir sem við getum til að loka á þær og sjá hvort við náum ekki að pota inn einu."

Ísland er á toppi riðilsins með einu stigi meira en Þýskaland þegar aðeins tveir leikir eru eftir. Þjóðverjar hafa skipt um þjálfara síðan liðið tapaði fyrir Íslandi í október í fyrra og hefur gengið vel undir nýrri stjórn.

Hallbera segir að hún myndi taka jafntefli ef henni yrði boðið það fyrir leikinn og vonast eftir slydduveðri.

„Ég myndi alveg taka jafnteflinu. Mig langar auðvitað í sigur en jafntefli er líka alveg fínt fyrir okkur og heldur möguleikum okkar um HM á lífi."

Hallbera talaði að lokum um þýska landsliðið, sem hefur verið að leggja sérstaklega mikla áherslu á undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi, og býst við að leikurinn heima verði erfiðari en útileikurinn.

„Þær virðast vera vel fókuseraðar og gíraðar í þennan leik. Ég veit ekki hvort þær beri einhverja meiri virðingu fyrir okkur en þetta verður allavega hörkuleikur.

„Ég veit ekki hvort við höfum komið þeim á óvart síðast en ég held að það hafi alveg verið sjokk fyrir þær að tapa. Það hlýtur að gefa þeim auka kraft og við verðum að búast við því að þetta verði erfiðari leikur en úti í Þýskalandi."

Athugasemdir
banner