Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Víkingur til Andorra og slagur í Safamýri
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það eru fjórir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag, auk þess sem Íslandsmeistarar Víkings R. heimsækja UE Santa Coloma til Andorra eftir stórsigur í fyrri leiknum í Fossvogi.

Víkingur er aðeins 90 mínútum frá því að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni í Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Víkingur verður þá annað liðið til að komast í Sambandsdeildina eftir að Breiðabliki tókst það í fyrra.

Í Lengjudeildinni spilar Grindavík við Þrótt R. í stórleik dagsins í Safamýrinni. Það eru aðeins þrjár umferðir eftir af venjulegu deildartímabilinu og sigla bæði lið lygnan sjó um miðja deild.

Þau þurfa bæði sigur hér í kvöld til að halda í veika von um að komast í umspil um sæti í Bestu deildinni á næsta ári.

Þá eru leikir í 2. deild kvenna og 4. deild karla þar sem spennan er að stigmagnast.

Fjölnir er í frábærri stöðu í kvennaboltanum á meðan Hamar þarf sigur í karlaboltanum.

Sambandsdeildin
18:00 UE Santa Coloma-Víkingur R. (Estadi Nacional)

Lengjudeild karla
19:15 Grindavík-Þróttur R. (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)

2. deild kvenna - B úrslit
18:00 Fjölnir-Augnablik (Extra völlurinn)

4. deild karla
18:00 Hamar-Kría (Grýluvöllur)
19:15 KH-KÁ (Valsvöllur)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner