Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 29. september 2023 12:15
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 25. umferðar - Þrjár ógnvekjandi níur
Emil Atlason.
Emil Atlason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hlynur Freyr Karlsson.
Hlynur Freyr Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breki Baldursson er 17 ára.
Breki Baldursson er 17 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er á barmi þess að tryggja sér Evrópusæti en liðið vann öflugan 2-0 sigur gegn KR í þriðju umferð tvískiptingarinnar, það var heil umferð spiluð í gær fimmtudag.

Jökull Elísabetarson er þjálfari umferðarinnar og auk þess eru fjórir Stjörnumenn í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Árni Snær Ólafsson var eins og leikstjórnandi í markinu, Sindri Þór Ingimarsson frábær í vörninni, Eggert Aron Guðmundsson er í sjötta sinn í liði umferðarinnar og Emil Atlason skoraði bæði mörkin og á möguleika á markametinu!



Valur tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Breiðabliki þar sem Patrick Pedersen skoraði þrennu. Hlynur Freyr Karlsson byrjaði sem hægri bakvörður en fór síðan á miðjuna. Þessi ungi leikmaður átti enn einn frábæra leikinn, hann hefur alls sjö sinnum verið í úrvalsliðinu.

Íslandsmeistarar Víkings unnu 2-1 sigur gegn FH þar sem Aron Elís Þrándarson lagði grunninn. Nikolaj Hansen skoraði sigurmarkið með laglegum skalla.

Í neðri hlutanum var hinn afskaplega efnilegi Breki Baldursson maður leiksins þegar Fram vann gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur gegn Keflavík. Keflvíkingar eru formlega fallnir.

Tíu gegn ellefu nánast allan leikinn náði Fylkir 2-2 jafntefli gegn HK. Benedikt Daríus Garðarsson átti frábæran leik og skoraði af vítapunktinum. Þetta var vond umferð fyrir ÍBV sem tapaði fyrir KA. Ingimar Torbjörnsson Stöle er fulltrúi KA í úrvalsliðinu.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 24. umferðar
Sterkasta lið 23. umferðar
Sterkasta lið 22. umferðar
Sterkasta lið 21. umferðar
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Útvarpsþátturinn - La Masia í Garðabæ og norsk falleinkunn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner