Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fös 31. maí 2024 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ried
Vildi fá sex mínútur í viðbót - „Þetta snerist um millimetra"
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langaði að halda áfram að spila því við vorum að fara að ná inn öðru marki," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

„Mér fannst við vinna okkur inn í leikinn eftir því sem leið á. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn. Heilt yfir er þetta jákvæð tilfinning. Mér fannst við þurfa sex mínútur í viðbót og þá hefðum við skorað. Skallinn hennar Ollu er á síðustu sekúndunum; góður skalli sem hún ver vel. Þetta var alveg að koma."

Íslenska liðið fékk frábær færi og Guðrún, sem var að spila í vinstri bakverði, fékk sjálf tvö góð tækifæri.

„Ég hefði átt að skora í dag. Hornið sem markvörðurinn nær smá snertingu á. Þá næ ég ekki almennilegum skalla. Svo fæ ég 50/50 bolta við marklínuna sem fer yfir. Ég hefði átt að skora. Þetta snerist um millimetra," sagði Guðrún svekkt en það er margt jákvætt hægt að taka úr þessu samt sem áður fyrir næsta leik á þriðjudaginn, sem er einmitt gegn Austurríki aftur en heima á Laugardalsvelli.

„Ég er ógeðslega spennt að spila þennan leik. Við förum úr þessum leik með góða tilfinningu," sagði Guðrún.
Athugasemdir
banner
banner
banner