
„Frammistaðan var léleg. Þetta byrjaði í ágætis jafnvægi, þeir fá ódýrt víti. Við töpum samt ekki á því, frammistaðan heilt yfir var bara slök. Við fáum eitt til tvö færi í fyrri hálfleik og eitt í seinni. Við mættum bara grimmari Þrótturum og þeir vildu þetta meira í kvöld.“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 5-0 tap í Þróttheimum gegn Þrótti.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 - 0 Grindavík
Brynjar talar um að það sé áhyggjuefni að Þróttarar vilji vinna meira en hann talar einnig um það að hann sé ósáttur með óstöðugleikan hjá sínum mönnum.
„Óstöðugleikinn er áhyggjuefni. Við erum búnir að eiga mjög góða leiki og mjög slæma tvo leiki, sérstaklega hér. Tölurnar úr Fjölnisleiknum og þessum leik eru svipaðar. Ég get ekki sett puttann á það sem við gerðum rangt eða hvað menn eru að gera þegar þeir eru ekki á æfingum eða utan vallarins.“
Bjarki Aðalsteinsson, hafsent Grindvíkinga, fór meiddur af velli í dag vegna höfuð meiðsla. Brynjar var spurður út í meiðslin.
„Hann sá illa og bar þess merki að hann hafi fengið vott af heilahristing. Þá er ekkert annað í stöðunni en að taka hann útaf.“
Eftir tapið í dag eru möguleikar Grindvíkinga mun minna að lenda í þessu umspilssæti en Brynjar var spurður út í það hverjir möguleikarnir eru hjá Grindavík.
„Þeir eru klárlega minni. Það á eftir að spila leiki og kannski verðum við í séns eftir umferðina. Möguleikarnir eru minni fyrirfram. En við hefðum viljað setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Það er ekki möguleiki nema Leiknir eða Vestri misstigi sig eitthvað. Síðan þurfum við að vera klárir líka. Það verður samt erfiðara, baráttan er ekki búin en það verður erfiðara að sækja þetta 5. sæti en það var fyrir daginn í dag.“
Brynjar var talaði einnig um það hvernig þeir komu inn í þennan leik og hvernig þeir lögðu hann upp.
„Við lögðum hann upp svipað og við höfum gert. Við vissum að Þróttararnir væru að berjast fyrir lífi sínu. Við þurftum að vera tilbúnir í þá baráttu en vorum það ekki. Sóknarlega vorum við svipaðir fyrir síðasta leik. Við byrjuðum með sama byrjunarliðið en með sömu leikmenn fengum við ekki eins frammistöðu.“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 5-0 tap gegn Þrótti í Laugardalnum í dag.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.