Guðmundur Þórarinsson er á förum frá Selfyssingum en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í gær.
Guðmundur var valinn efnilegasti leikmaðurinn í fyrstu deildinni þegar Selfyssingar fóru upp í fyrra.
Þessi 18 ára gamli leikmaður spilaði síðan sextán leiki í Pepsi-deildinni í sumar en hann náði ekki að hjálpa Selfyssingum að bjarga sér frá falli.
,,Það var leiðinlegt hvernig þetta endaði," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í gær.
Guðmundur lék bæði í vinstri bakverði og á miðjunni í sumar en líklegt er að einhver félög í Pepsi-deildinni hafi áhuga á honum.