„Þetta var mjög erfiður leikur, það var mikil barátta, jafn leikur en sem betur fer kláruðum við þetta," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur á Fylki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Fylkir
Ævar Ingi Jóhannesson fékk mjög slæmt höfuðhögg í seinni hálfleiknum, það leit hrikalega út.
„Þetta lítur ekki vel út. Hann fékk mjög slæmt höfuðhögg. Vonandi verður allt í lagi með hann."
Fyrsti leikur Stjörnunnar í Pepsi-deildinni fór ekki alveg að óskum. Liðið gerði 2-2 jafntefli við nýliða Keflavíkur á heimavelli eftir að hafa komist í 2-0 forystu.
„Úrslitin voru vonbrigði á móti Keflavík. En leikur liðsins var ekki vonbrigði, við tókum margt gott úr þeim leik. Við mætum KR núna á sunnudaginn, mér skilst jafnvel að sá leikur eigi að vera hér. Það er samt ekki búið að staðfesta það."
„Það er alltaf erfitt að spila á móti KR og við verðum að koma klárir í þann slag. Við gerum það pottþétt."
Sjáðu viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir






















