
Völsungur hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni en nýliðarnir hafa krækt í spænskan miðjumann.
Sá heitir Ismael Salmi Yagoub og hefur undanfarin ár spilað í neðri deildum Spánar.
Hann er 24 ára og hafa Völsungar mikla trú á því að hann muni hjálpa liðinu í sumar.
Sá heitir Ismael Salmi Yagoub og hefur undanfarin ár spilað í neðri deildum Spánar.
Hann er 24 ára og hafa Völsungar mikla trú á því að hann muni hjálpa liðinu í sumar.
„Ismael er nú þegar mættur á klakann og ætti að vera klár með okkur í baráttuna framundan fljótlega. Við bjóðum hann því velkominn til liðs við Völsung!!!!" segir í færslu Græna hersins á Facebook í dag.
Völsungur mætir ÍR á laugardag í 1. umferð Lengjudeildarinnar.
Komnir
Elfar Árni Aðalsteinsson frá KA
Elvar Baldvinsson frá Vestra
Ívar Arnbro Þórhallsson á láni frá KA
Ismael Salmi Yagoub frá Spáni
Farnir
Jakob Gunnar Sigurðsson í KR
Juan Guardia í Þór
Ólafur Örn Ásgeirsson til HK (var á láni)
Samningslausir
Steinþór Freyr Þorsteinsson (1985)
Óskar Ásgeirsson (2000)
Athugasemdir