„Eigum við ekki að segja að möguleikarnir séu svona 50/50," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, um seinni leikinn gegn Hapeol Haifa í forkeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer í Kaplakrika í kvöld klukkan 19:15.
FH fór til Ísrael í síðustu viku og gerði 1-1 jafntefli.
FH fór til Ísrael í síðustu viku og gerði 1-1 jafntefli.
„Við náðum okkur í góð úrslit úti og settum okkur í prýðilega stöðu. Með útivallarmarkinu höfum við kannski sett þetta í jafna stöðu."
„Hapoel er bikarmeistari og öflugt lið. Þeir eru fljótir og líkamlega sterkir, tæknilega eru þeir mjög góðir og með góða einstaklinga. Það er mikið um þríhyrningaspil."
Yrðu vonbrigði að komast ekki áfram?
„Það eru ákveðin vonbrigði því við erum í fínni stöðu. Þegar þú keppir um eitthvað þá er einn sigurvegari og einn sem tapar. Fyrir FH og íslenskan fótbolta þá viljum við standa okkur og fara áfram," segir Ólafur.
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en fyrir neðan er viðtal við Hjört Loga Valgarðsson sem birt var í gær.
Athugasemdir