Hörkuleikur hjá okkur. Ég er ánægður með spilamennskuna. Ánægður með karakterinn, við vorum fínir og getum byggt á þessu í þessari lokabaráttu. Segir Rúnar Páll Sigmundsson eftir 1-1 jafntefli sinna manna í Fylki gegn KA.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 KA
Fylkir endar í níunda sæti fyrir tvískiptinguna.
„Eins og staðan var er mjög gott að fá níunda sætið. Gott að fá þrjá heimaleiki og falla ekki neðar í töflunni. Ánægður með leik liðsins og það var kraftur í okkur og vorum ekki langt frá því að vinna þetta bara.
Fylkir átti seinni hálfleikinn skuldlaust eftir jafnan fyrri hálfleik.
„Fyrri hálfleikurinn var ekki alslæmur. Við þurfum að nýta betur Elís og fleiri á köntunum þegar við fáu góðar stöður. Erfitt að spila á móti þessum vindi og við gerðum þetta nokkuð vel. Fáum lítið af færum á okkur. KA er hörkulið og við mætum þeim aftur í þessum lokaspretti."
Mark KA kom stuttu eftir að Pétur Bjarnason fór illa með ansi gott færi.
„Það var hrikalega klaufalegt og við vorum sofandi. Við gerðum vel að loka á þá í seinni hálfleik eftir að við ræddum saman í hálfleiknum."
"Við verðum að taka þennan kraft og þessa stemninguna með okkur inn í lokakaflann. Ef við höldum því verður gaman. Þetta verða spennandi leikir framundan."
Mætingin í stúkuna var ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Vonandi fáum við Fylkisfólk til að styðja okkur hérna í lokinn. Mæta og fylla stúkuna. Það er stuðningur sem kemur frá stemningu í stúkunni."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir