Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 26. desember
Championship
Blackburn 1 - 2 Sunderland
Bristol City 1 - 0 Luton
Coventry 4 - 0 Plymouth
Derby County - West Brom - 17:30
Middlesbrough 3 - 2 Sheff Wed
Norwich 2 - 0 Millwall
Oxford United 3 - 0 Cardiff City
Preston NE 0 - 0 Hull City
Sheffield Utd 0 - 2 Burnley
Stoke City - Leeds - 20:00
Swansea 3 - 0 QPR
Watford 1 - 1 Portsmouth
Úrvalsdeildin
Bournemouth 0 - 0 Crystal Palace
Chelsea 1 - 0 Fulham
Liverpool - Leicester - 20:00
Man City 1 - 1 Everton
Newcastle 1 - 0 Aston Villa
Nott. Forest 1 - 0 Tottenham
Southampton 0 - 0 West Ham
Wolves - Man Utd - 17:30
fös 05.apr 2024 12:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Að verða betri í dag en í gær

Guðmundur Kristjánsson spilar afar mikilvægt hlutverk í liði Stjörnunnar. Meðalaldurinn í liðinu er ekki hár en Guðmundur er einn af reynslumeiri leikmönnum liðsins og algjör leiðtogi. Hann skipti yfir til Stjörnunnar fyrir síðasta sumar og fékk fljótt fyrirliðabandið. Hann spilaði margar stöður á vellinum og leysti það með prýði. Utan vallar starfar Guðmundur við líkamsræktarþjálfun og segir hann það eiga vel við sig. Hann kann vel við það að hjálpa fólki að ná lengra og ná sínum markmiðum.

Í leik núna á undirbúningstímabilinu.
Í leik núna á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá síðasta tímabili.
Frá síðasta tímabili.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Þetta hefur verið hrikalega skemmtilegur tími, hér í Stjörnunni. Ég hugsaði um verkefnið þegar ég var að taka ákvörðunina og Stjarnan var með hrikalega spennandi leikmannahóp, og mikinn metnað til að komast lengra og hærra'
'Þetta hefur verið hrikalega skemmtilegur tími, hér í Stjörnunni. Ég hugsaði um verkefnið þegar ég var að taka ákvörðunina og Stjarnan var með hrikalega spennandi leikmannahóp, og mikinn metnað til að komast lengra og hærra'
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Þetta hefur verið rosalega skemmtilegt verkefni hingað til og mjög lærdómsríkt fyrir mig. Við erum mikið að prófa nýja hluti og hugsa út fyrir kassann. Það eru allir að taka þátt í því sem við erum að gera, það eru allir með skoðun á því sem við erum að gera og leikmenn taka meiri þátt í öllu finnst mér'
'Þetta hefur verið rosalega skemmtilegt verkefni hingað til og mjög lærdómsríkt fyrir mig. Við erum mikið að prófa nýja hluti og hugsa út fyrir kassann. Það eru allir að taka þátt í því sem við erum að gera, það eru allir með skoðun á því sem við erum að gera og leikmenn taka meiri þátt í öllu finnst mér'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik á síðasta tímabili.
Úr leik á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er voðalega fín blanda. Við erum nokkrir orðnir eldri en þessir ungu strákar hafa verið helvíti öflugir. Það er gaman að sjá hvað við náum allir vel saman í hópnum'
'Þetta er voðalega fín blanda. Við erum nokkrir orðnir eldri en þessir ungu strákar hafa verið helvíti öflugir. Það er gaman að sjá hvað við náum allir vel saman í hópnum'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég held að það sé rosalega heilbrigt fyrir alla að skipta um umhverfi öðru hverju. Ég fékk ferskan blæ, nýjar áskoranir, ferskt hlutverk og nýjar áherslur í leikstíl og öllu. Það lyfti mér upp'
'Ég held að það sé rosalega heilbrigt fyrir alla að skipta um umhverfi öðru hverju. Ég fékk ferskan blæ, nýjar áskoranir, ferskt hlutverk og nýjar áherslur í leikstíl og öllu. Það lyfti mér upp'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í leik með FH.
Í leik með FH.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson og Gummi Kristjáns.
Jóhann Árni Gunnarsson og Gummi Kristjáns.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásamt því að spila fótbolta þá rekur Gummi líkamsræktarstöð.
Ásamt því að spila fótbolta þá rekur Gummi líkamsræktarstöð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Frá því ég var pínulítill hef ég endalaust verið að hreyfa mig og æfa. Ég hef haft mikinn áhuga á því. En það var ekki fyrr en seint að ég fór að hafa áhuga á að þjálfa'
'Frá því ég var pínulítill hef ég endalaust verið að hreyfa mig og æfa. Ég hef haft mikinn áhuga á því. En það var ekki fyrr en seint að ég fór að hafa áhuga á að þjálfa'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Sumarið leggst bara mjög vel í mig. Fyrir hvert tímabil veit maður ekki nákvæmlega hvar liðið stendur. Það verður bara gaman að sjá það. Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum en það er aldrei það sama og alvöru keppnisleikir. En við erum með hrikalega flottan og breiðan hóp'
'Sumarið leggst bara mjög vel í mig. Fyrir hvert tímabil veit maður ekki nákvæmlega hvar liðið stendur. Það verður bara gaman að sjá það. Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum en það er aldrei það sama og alvöru keppnisleikir. En við erum með hrikalega flottan og breiðan hóp'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég held að við eigum möguleika á því að berjast um titilinn en það þarf margt að detta og margt að falla með okkur eins og alltaf þegar lið ætlar sér árangur'
'Ég held að við eigum möguleika á því að berjast um titilinn en það þarf margt að detta og margt að falla með okkur eins og alltaf þegar lið ætlar sér árangur'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vestramenn eru komnir upp í Bestu deildina.
Vestramenn eru komnir upp í Bestu deildina.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér líður svakalega vel í Stjörnunni og ég hef enga ástæðu til að færa mig eitthvað um set. Ég get alveg séð fyrir mig að enda ferilinn hér'
'Mér líður svakalega vel í Stjörnunni og ég hef enga ástæðu til að færa mig eitthvað um set. Ég get alveg séð fyrir mig að enda ferilinn hér'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: Stjarnan
Hin hliðin - Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)

„Ég er fæddur fyrir vestan, Bolvíkingur," segir þessi reynslumikli fótboltamaður í samtali við Fótbolta.net. „Ég flutti í bæinn þegar ég var að verða sex ára. Ég byrjaði í grunnskóla í Kópavogi. Ég spilaði í eitt eða hálft ár fyrir vestan, náði Króksmótinu 1994. Það var fyrsta fótboltamótið. Ég var ári yngri en allir og langminnstur. En einhvers staðar verður maður að byrja."

Ég er þokkalegur bakvörður
Það er óhætt að segja að Guðmundur hafi átt flottan feril en fyrir síðustu leiktíð skipti hann yfir í Stjörnuna. Þar spilaði hann mikilvægt hlutverk á síðasta tímabili er þeir bláu úr Garðabænum enduðu í þriðja sæti Bestu deildarinnar.

„Það er kannski orðið hefðbundið í nútímafótbolta"

„Heilt yfir líður mér mjög vel með síðasta tímabil. Við byrjuðum ekkert frábærlega og vorum bara með þrjú stig eftir sex leiki, þó spilamennskan hafi ekki verið slæm oft á tíðum. Svo einhvern veginn söfnuðum við 'momentum' allt tímabilið og í seinni umferðinni spiluðum við mjög vel. Mér fannst liðið taka skref fram á við með hverjum leiknum og undir lok tímabilsins vorum við hrikalega öflugir."

Guðmundur er að upplagi miðjumaður en hefur spilað mikið sem miðvörður síðustu árin. Hann var þá mikið í bakverði á síðasta tímabili.

„Ég var á miðjunni, fór svo í bakvörðinn og spilaði líka í miðverði. Við fengum fá mörk á okkur seinni hlutann og náðum að stoppa aðeins í götin. Ég fór aðeins að fylla upp í bakvörðinn á tímabili en það gekk rosalega vel og ég endaði á að vera mikið þar sem var bara mjög skemmtilegt. Ég spilaði stundum óhefðbundið sem bakvörður með því að leysa inn á miðju og framar á völlinn. Það er kannski orðið hefðbundið í nútímafótbolta."

„Ég er þokkalegur bakvörður til að byrja með, en við erum vel samstilltir og vel æfðir. Allir þekkja sín hlutverk vel. Það hefur verið þannig hjá okkur. Þegar liðið er öflugt þá er auðveldara fyrir einstaka leikmenn að skína. Mér fannst ég ná að leysa það sem ætlast var til af mér frekar vel. Við vissum allir hvað við áttum að gera og virkuðum vel sem heild. Það er lykilatriði í þessu," segir hann.

Hrikalega skemmtilegur tími
Gummi segir að verkefnið í Stjörnunni hafi heillað sig mikið þegar hann var að taka ákvörðun fyrir síðasta tímabil.

„Þetta hefur verið hrikalega skemmtilegur tími, hér í Stjörnunni. Ég hugsaði um verkefnið þegar ég var að taka ákvörðunina og Stjarnan var með hrikalega spennandi leikmannahóp, og mikinn metnað til að komast lengra og hærra. Hvernig það var kynnt fyrir mér, það var mjög spennandi. Þá sá ég einmitt fínt hlutverk fyrir mig að koma inn í það - með reynslu og kraft inn í leikmannahóp sem þurfti á því að halda að einhverju leyti," segir Gummi.

Hann fékk fljótlega fyrirliðabandið.

„Já, það kom mér að einhverju leyti óvart. Halli Björns var fyrirliði en hann var að glíma við meiðsli. Það varð ljóst að einhver annar þyrfti að taka það. Ég er með eldri mönnum í liðinu, með þokkalega reynslu og læt í mér heyra."

Mikið lagt upp úr því að þora
Hann kann gríðarlega vel við sig í Garðabænum þar sem mikið er lagt upp úr því að þora að gera mistök og bæta svo úr þeim. Hópurinn er ungur og er að læra.

„Ungir leikmenn eiga að gera mistök og munu gera mistök"

„Þetta hefur verið rosalega skemmtilegt verkefni hingað til og mjög lærdómsríkt fyrir mig. Við erum mikið að prófa nýja hluti og hugsa út fyrir kassann. Það eru allir að taka þátt í því sem við erum að gera, það eru allir með skoðun á því sem við erum að gera og leikmenn taka meiri þátt í öllu finnst mér. Þetta er verkefni allra saman og menn eru ekki bara að spila fyrir sjálfa sig eins og stundum er. Þetta er helvíti góður hópur," segir Gummi.

„Umhverfið er svolítið öðruvísi en til dæmis í FH. Við erum með mikið af leikmönnum sem eru að fá tækifæri, og þeir hafa verið að nýta þau. Það er mikið lagt upp úr því að þora. Ungir leikmenn eiga að gera mistök og munu gera mistök. Þeir eiga að læra af þeim. Þegar ég kem upp í Blikum á sínum tíma vorum við að koma upp margir ungir og öflugir leikmenn. Þetta er kannski svipað því en núna er ég einn af eldri leikmönnunum sem er að reyna að hjálpa til við að stýra yngri leikmönnunum."

Blandan í hópnum, hún er góð. Og tengingin er sterk.

„Þetta er voðalega fín blanda. Við erum nokkrir orðnir eldri en þessir ungu strákar hafa verið helvíti öflugir. Það er gaman að sjá hvað við náum allir vel saman í hópnum. Þetta er rosalega samstilltur hópur og hugarfarið er ólíkt því sem ég hef oft áður kynnst. Þetta hugarfar að reyna, að þora og vilja gera mistök til að verða betri. Þetta gróskuhugafar að vilja verða betri á hverjum degi. Ef þú verður ekki betri á æfingunni þá er æfingin vonbrigði. Við erum að mæta með það markmið að verða betri og fókusinn er á því. Það hefur skilað sér í því að liðið hefur orðið sterkara og sterkara. Vonandi náum við að skila því inn í tímabilið."

Fann sig aftur
Áður en hann kom í Stjörnuna, þá lék Gummi með FH frá 2018 til 2022. Síðasta tímabilið þar var vægast sagt erfitt þar sem FH-ingar féllu næstum því úr efstu deild. Hann fann fyrir því að hann þurfti nýja áskorun eftir það tímabil og fann hann sig aftur í Stjörnunni.

„Ég fékk ferskan blæ, nýjar áskoranir, ferskt hlutverk og nýjar áherslur"

„Síðasta tímabil mitt í FH var bara frá A til Ö algjör vonbrigði. Það gekk allt á afturfótunum. Það voru margir hlutir utan fótboltans sem fara úrskeiðis og þeir gera það svo innan vallar líka. Ég fann það hjá sjálfum mér að ég þurfti nýtt umhverfi og Stjarnan hefur verið ferskur blær í því," segir hann.

„Ég held að það sé rosalega heilbrigt fyrir alla að skipta um umhverfi öðru hverju. Ég fékk ferskan blæ, nýjar áskoranir, ferskt hlutverk og nýjar áherslur í leikstíl og öllu. Það lyfti mér upp. Fótbolti er líkamlegur leikur en andlegi þátturinn spilar helvíti stórt hlutverk. Það þarf að vera í lagi líka. Hjá FH var þetta rosalega þungt og margt sem var í ólagi. Það var tímabært fyrir mig að fara annað og þetta hefur verið hrikalega skemmtilegt frá því ég kom í Stjörnuna. Ótrúlega skemmtilegt verkefni."

Rekur líkamsræktarstöð
Meðfram fótboltanum þá rekur Gummi líkamsræktarstöðina Elite þjálfun. Hann rekur hana ásamt Boga Eggertssyni og Hermanni Þór Haraldssyni.

„Að verða betri í dag en í gær"

„Ég er að reka líkamsræktarstöð í Kópavogi sem heitir Elite þjálfun. Almenningur er að koma til okkar og svo erum við líka mikið að vinna með íþróttafólki sem vill bæta líkamlega þáttinn - hraða, snerpu, kraft og styrk. Dags daglega er ég í því og fer svo á fótboltaæfingar seinni partinn, og fyrri partinn stundum líka. Það er mjög gaman að vera í líkamsrækt alltaf finnst mér. Það heldur manni ungum og í standi. Það er gaman líka að geta hjálpað fólki með þann þátt. Það er mér eðlislægt," segir Gummi.

„Ég byrjaði 2019 að þjálfa. Svo opnuðum við þessa líkamsrækt 2020 og ég hef verið að starfa þar síðan. Það gengur gríðarlega vel. Ég sé mikla áherslubreytingar hjá íþróttafólki í þessu. Meira en þegar ég var ungur. Það er farið að leggja meiri áherslu á þetta. Fólk er að sjá hvað þessar æfingar geta skilað þeim langt. Ef þú sinnir þessu vel þá getur það hjálpað fólki að ná markmiðum sínum og komast lengra."

„Svo er ég reyndar líka ásamt Kidda Jóns og Vigni Jóhannessyi að reka maxeffort.is og við erum að selja fæðubótarefni. Maður er í alls konar en allt tengt heilsu og íþróttum. Að verða betri í dag en í gær," segir Gummi.

Það tókst
Gummi segir að það hafi tekið tíma að finna út úr því hvað hann vildi gera með fótboltanum. Hann fann svo sína ástríðu.

„Frá því ég var pínulítill hef ég endalaust verið að hreyfa mig og æfa. Ég hef haft mikinn áhuga á því. En það var ekki fyrr en seint að ég fór að hafa áhuga á að þjálfa. Ég hafði ekki pælt mikið í því sjálfur og hélt ekki að ég myndi fara í því. Ég byrjaði í háskólanámi sem ég fann mig ekki í og svo fann ég mig ekki heldur í því næsta. Ég var lengi að finna hvað ég vildi gera utan fótboltans en svo einhvern veginn kom þetta og ég fann mig rosalega mikið. Það tók tíma að finna ástríðuna en það tókst," segir hann.

„Við erum með fullt af fótboltafólki hjá okkur, handboltafólk, körfuboltafólki, frjálsum, skíðum og hitt og þetta. Það er mjög fjölbreytt. Ég hef sjálfur verið mest með fótboltafólk og það er svolítið náttúrulegt. Það er það sem maður þekkir vel. Maður þekkir þarfirnar í fótbolta og hvað þarf að hafa til að ná langt. Það er meira sérstakt sem maður þarf að gera fyrir fótbolta en bara að henda sér í bekk og reyna að maxa þar. Maður þarf að vinna meira í öðrum hlutum."

Nýtt og nýtt skref
Fótboltasumarið er að byrja og það er virkilega spennandi.

„Við erum með allt til að gera það"

„Núna er loksins orðið helvíti stutt í þetta eftir margar æfingar og marga æfingaleiki. Það verður gaman að byrja þetta loksins," segir Gummi.

Stjörnunni er spáð þriðja sæti eftir að hafa lent þar síðasta sumar.

„Sumarið leggst bara mjög vel í mig. Fyrir hvert tímabil veit maður ekki nákvæmlega hvar liðið stendur. Það verður bara gaman að sjá það. Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum en það er aldrei það sama og alvöru keppnisleikir. En við erum með hrikalega flottan og breiðan hóp. Það eru margir sem gera tilkall til að byrja sem munu þurfa að sitja á bekknum. Það er mjög gott því það er samkeppni sem drífur áfram árangur að mínu mati. Við erum með hóp til að gera góða hluti en svo er margt í þessu þegar á hólminn er komið. Að stilla liðið saman, fá hlutina til að detta með okkur og til að virka, það getur verið tricky. En við erum með allt til að gera það; góðan hóp, frábæran þjálfara, frábæra stuðningsmenn og frábæra aðstöðu. Ég er mjög spenntur fyrir tímabil og ég hlakka til að sjá hvernig það mun ganga."

„Ég held að við eigum möguleika á því að berjast um titilinn en það þarf margt að detta og margt að falla með okkur eins og alltaf þegar lið ætlar sér árangur. Við horfum meira skammt heldur en langt. Við erum með það hugarfar að horfa á næstu æfingu og næsta leik. Að reyna að verða betri en við vorum í gær. Við erum alltaf að reyna að taka nýtt og nýtt skref. Það var nálgunin í fyrra og hún skilaði okkur á góðan stað. Við erum meira að horfa í það en að horfa eitthvað lengra fram í tímann."

Ekkert pælt mikið í því
Að lokum, hefur Gummi pælt eitthvað í því hvar hann muni enda ferilinn?

„Ég get alveg séð fyrir mig að enda ferilinn hér"

„Nei, ég hef svo sem ekkert pælt of mikið í því. Hvar, hvenær og allt það. Ég er orðinn 35 ára en er í toppstandi. Hvort ég spili eitt ár í viðbót eða fjögur. Ég er ekki alveg með það á hreinu. Hvort það verði hausinn eða líkaminn sem hættir að vilja þetta. Mér líður svakalega vel í Stjörnunni og ég hef enga ástæðu til að færa mig eitthvað um set. Ég get alveg séð fyrir mig að enda ferilinn hér."

Hann hefur verið orðaður við Vestra en eins og áður segir fæddist hann í Bolungarvík.

„Það er gaman að sjá Vestra í efstu deild og það hefði verið gaman að taka þann slag líka. Tímapunkturinn var ekki alveg réttur. Ef þeir hefðu komist upp ári áður þá hugsanlega. Ég finn mig svakalega vel í Stjörnunni og sé ekki fyrir mér að fara neitt annað nema eitthvað breytist. Ég hef samt fulla trú á því að Vestri haldi sér uppi og ég vona það. En ég er ekki að fara þangað eins og er," sagði þessi reynslumikli leikmaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner