Brynjar Björn var sáttur með sína menn og fannst þeir jafnvel hafa getað skorað fleiri mörk. Brynjar er spenntur fyrir framhaldinu og byrjar að undirbúa sína menn fyrir Víkíng Ó eftir helgi.
Lestu um leikinn: HK 3 - 0 Magni
„Þetta var bara ótrúlega góður leikur frá mínum mönnum, ótrúlega heilsteyptur leikur.'' Sagði Brynjar strax eftir leik.
„Féllum aðeins til baka en fengum færi úr skyndisóknum í seinni hálfleik og hefðum getað skorað 1-2 mörk'' Sagði Brynjar um seinni hálfleikinn sem var mun daufari en sá fyrri.
„Geggjað að fá mark á fyrstu mínútunum sérstaklega fyrir hann, nýkominn inn.'' Sagði Brynjar Björn um fenginn í Kára Péturs frá Stjörnunni.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























