Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. desember 2021 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frábært ár Chelsea innan Englands fullkomnað
Stórkostlegt lið.
Stórkostlegt lið.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur haft yfirburði í enska kvennaboltanum á þessu ári. Í dag tryggði liðið sér sína fyrstu þrennu innanlands.

Úrslitaleikur FA-bikarsins frá síðasta tímabili var spilaður í dag, en honum var frestað vegna reglum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Chelsea spilaði við Arsenal fyrir framan rúmlega 40 þúsund áhorfendur á Wembley í London.

Sigur Chelsea var aldrei í hættu. Fran Kirby skoraði fyrsta markið snemma eftir mistök í vörn Arsenal og bætti hin ástralska Sam Kerr við tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.

Chelsea var með yfirburði og er lið Emmu Hayes núna búið að vinna alla þrjá titlana í Englandi á þessu ár; ensku úrvalsdeildina, enska FA-bikarinn og deildabikarinn.

Núna vantar þessu stórkostlega liði bara að vinna Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner