KA er á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þetta varð ljóst í gær þegar að Víkingur vann Val í Bestu deildinni. KA er nú öruggt með eitt af efstu þremur sætum deildarinnar og þar sem Víkingur er bikarmeistari munu efstu þrjú sæti deildarinnar gefa sæti í Evrópukeppni næsta sumar.
KA mun næsta sumar leika sína fyrstu Evrópuleiki í tuttugu ár. Liðið lék í Intertoto keppninni sumarið 2003 eftir að hafa endað í 4. sæti í deildinni sumarið á undan.
KA mun næsta sumar leika sína fyrstu Evrópuleiki í tuttugu ár. Liðið lék í Intertoto keppninni sumarið 2003 eftir að hafa endað í 4. sæti í deildinni sumarið á undan.
„Ég er bara mjög góður," sagði hress Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, þegar Fótbolti.net heyrði í honum í dag.
„Það var mikill léttir í gær þegar þetta var komið í höfn. Þetta er eitthvað sem við höfum látið okkur dreyma um síðustu tvö ár. Við vorum nálægt þessu í fyrra þegar uppi var staðið, missum þetta úr höndum okkar með jafntefli í síðasta leik í fyrra. Það er gott að þetta sé í höfn núna, það hjálpar okkur að taka flott skref áfram með klúbbinn sem við höfum verið að vinna að síðustu ár."
Vonbrigðin í fyrra, að ná ekki Evrópusætinu, ýttu þau ykkur ennþá frekar áfram í ár?
„Ég held að við sem félag höfum frekar notað þetta sem skref í átt að markmiðinu. Við höfum verið að taka eitt og eitt skref í einu. Í fyrra sáum við að við vorum komnir mjög nálægt þessu og vorum kannski mjög óheppnir því í fyrsta skiptið í fjölda ára átti Ísland bara þrjú sæti í Evrópu. Við enduðum í fjórða sæti og bikarmeistarinn fyrir ofan okkur. Á eðlilegu ári hefði þetta átt að duga í fyrra. Svo þegar maður var búinn að rýna í alla tölfræði þá sagði hún að það hafi 40 stig dugað í Evrópusæti í sjö af hverju tíu árum."
„Við settum okkur strax það markmið að ná í 40 stig á þessu ári og enduðum í 43 eftir 22 leiki. Við vorum akkúrat á þeim stað sem við ætluðum okkur, markmiðið var að vera topp þrjú lið sem tekst á endanum. Það klárast í gær með sigri Víkings. Víkingur er búinn að vera mikill örlagavaldur fyrir okkur síðustu daga," sagði Sævar. Víkingur varð bikarmeistari á laugardag eftir sigur á FH sem tryggði að þrjú lið í efri hluta deildarinnar yrðu í Evrópu á næsta tímabili.
Nánar var rætt við Sævar um Evrópusætið og verður sá hluti birtur síðar í dag.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir