Kristján Ómar, þjálfari karlaliðs Hauka fór með sína menn til Ólafsvíkur í kvöld þar sem liðið náði óvænt jafntefli við heimaliðið sem er í toppbaráttu í Inkasso-deildinni. Haukar komust yfir í leiknum í fyrri hálfleik. Víkingar komust yfir seint í síðari hálfleik en Haukar voru ekki lengi að jafna aftur og næla í mikilvægt stig.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 - 2 Haukar
Eins og áður segir þá misstu Haukar niður forustu og fundu sig marki undir þegar skammt var eftir af leiknum.
"Úr því sem að komið var þá var þetta gott að ná jöfnunarmarkinu. Það kom mikil ró þegar við lenntum 2-1 undir. Mikill vilji er eiginlega bara orðið til að lýsa því sem maður skynjaði hjá mínum mönnum í dag."
Haukar höfðu tapað síðustu 5 leikjum sínum í deildinni og eru ekki langt frá fallbaráttunni. Það kemur því eflaust mörgum á óvart að liðið skyldi sækja í stig á Ólafsvíkurvelli.
"Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá veit ég það að Víkingur Ó mætti full afslappað í leikinn í dag. Maður skynjaði það svona á þeim að þeir bjuggust við auðveldari leik. Við náðum að halda þeim vel í skefjum og gera vel á löngum köflum en því fór sem fór."
"Ef við sýnum svona vilja og hjarta og spilum af svona mikilli samstöðu þá er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn á framhaldið"
Viðtalið má sjá í heild sinni í tækinu hér fyrir ofan
Athugasemdir