„Já það var frábært að vinna leikinn. Þetta var erfiður leikur og bara geggjað að fá þrjú stig," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 3 - 1 sigur á KA.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 KA
Það hlýtur að vera ánægjulegt að vera komnir á toppinn?
„Það eina sem skiptir máli er að vera á toppnum í september"
En það hlýtur að skipta máli fyrir sjálfstraustið að vera á toppnum?
„Það skiptir máli er að vera á toppnum í september. Þú náttúrulega þekkir það ekki"
Hvað annað fannst þér þið gera best í dag?
„Við erum að spila á móti KA sem er fínt fótboltalið og líkamlega sterkir og við svöruðum því ágætlega. Sérstaklega síðustu 10 - 15 mínúturnar þegar þeir lágu svolítið á okkur. En við sýndum það að við getum alveg spilað svoldið fast og varist vel."
Nánar er rætt við Óla í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir