
„Fúlt að tapa þetta var ekkert sérstakur fótboltaleikur bæði lið svoldið sloppy fannst mér og við gefum þeim tvö mörk úr föstum leikatriðum, aula mörk og kannski ekki það sem við höfum verið að gera undanfarið og þess vegna töpuðum við leiknum þetta var svoldið bara fram og til baka og bæði lið að tapa boltanum mikið". Sagði Vigfús Arnar þjálfari Leiknis eftir súrt 2-1 tap gegn Fjölni í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 2 Fjölnir
„ég veit það ekki þessi leikur við hefðum alveg getað unnið hann 2-1 eða jafntefli eða þeir 2-1 eins og hann fór þetta var enginn sérstakur fótboltaleikur.
Vigfús var spurður fyrir orsökum á miklum breytingum í byrjunarliði sínu.
„já nattúrulega Andi Hoti var í leikbanni og Róbert Quental í u19 ára landsliðsverkefni og Danni (Daníel Finns) var meiddur í náranum þannig við þurftum bara að gera breytingar og þeir sem komu inn stóðu sig ágætlega og við erum með breyðan og góðan hóp alltaf þegar við höfum þurft að gera breytingar hafa þeir alltaf staðið sig mjög vel og það er bara grundvöllur algjört lykilatriði að hafa sterkan hóp ef maður ætlar að hafa gott lið.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.