Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
Árni Freyr: Skorti bara smá gæði og ákvarðanatöku
Gunnar Heiðar: Sá eiginleika hjá honum sem ég vissi að myndi henta vel
Haddi er mikill Framari - „Ætlum okkur alla leið"
Rúnar mjög ósáttur - „Menn gáfust upp"
Hemmi Hreiðars: Hungraðir í sigra
Skoraði sitt 100. mark fyrir KA - „Verið erfiðir tveir mánuðir"
Chris Brazell: Vorum að spila við gott lið
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
banner
   mán 20. maí 2024 19:58
Sölvi Haraldsson
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður vel. Sigurinn nærir. Fín frammistaða í fyrri hálfleik á boltanum og fín varnarframmistaða í seinni hálfleik. Þeir hentu öllu í okkur. Við náðum að harka út sigur. Geggjað að fá sigur og núna getum við byggt ofan á það.“ sagði Aron Sigurðarson, framherji KR, sem skoraði fyrsta mark leiksins er KR lagði FH 2-1 í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Aron er með enga beina útskýringu á því afhverju það var svona mikill munur á KR-liðinu í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.

Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og þeir miklu betri í seinni hálfleik. Við fengum besta færið í seinni hálfleik þegar við sleppum einir í gegn en svona er fótboltinn. Þeir eru með frábært lið og hentu öllu sem þeir áttu að okkur í seinni hálfleiknum.

Aron telur að sigurinn í dag hafi verið mjög mikilvægur eftir að hafa farið í gegnum erfiða leiki þar sem menn voru að ofmeta sjálfan sig að hans mati.

Mjög mikilvægt. Líka mjög mikilvægt að sjá hvað við lögðum í leikinn. Við áttum gott undirbúningstímabil og komum vel inn í mótið. Síðan héldu menn að þeir væru miklu betri en þeir eru og lögðu minna í leiki. Við þurfum að koma svona stemmdir inn í alla leiki.

Það var jákvætt fyrir KR-inga að sjá Aron byrja leikinn í dag en hvernig er standið á honum?

Standið verður betra með leikjunum. Ég var auðvitað frá í vikur en þetta kemur hægt og rólega.“ sagði Aron Sig að lokum.

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner