Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund tapaði í C-deild og Skjetten í D-deild
Mynd: Dortmund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni með varaliði Borussia Dortmund sem heimsótti Saarbrucken í þýsku C-deildinni í dag.


Heimamenn í Saarbrucken voru með smávægilega yfirburði en staðan hélst markalaus allt þar til í uppbótartíma þegar heimamenn náðu að pota inn sigurmarki.

Richard Neudecker skoraði á 93. mínútu og tryggði Saarbrücken þannig áframhaldandi fullu húsi stiga þar sem liðið er komið með níu stig eftir þrjár umferðir.

Dortmund er aftur á móti aðeins með eitt stig eftir að hafa tapað heimaleik 0-4 gegn Ingolstadt í síðustu umferð.

Saarbrücken 1 - 0 Borussia Dortmund
1-0 Richard Neudecker ('93)

Alexander Ingi Gunnþórsson og félagar í Skjetten töpuðu þá í norsku D-deildinni en Alexander Ingi hefur verið að gera frábæra hluti þar á undanförnum vikum.

Alexander skoraði til að mynda tvö og gaf tvær stoðsendingar í mögnuðum 4-3 sigri í síðustu umferð og þá skoraði hann einnig í 5-4 sigri umferðina þar á undan.

Í dag var þó komið að tapleik, Skjetten réði ekki við fallbaráttulið Senja sem hefur verið á mikilli uppleið síðustu vikur. 

Skjetten siglir lygnan sjó, tólf stigum eftir toppsætinu og tólf stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Senja 3 - 1 Skjetten


Athugasemdir
banner
banner
banner