Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bergþóra Sól í Víking (Staðfest)
Mynd: Víkingur
Víkingur tilkynnti rétt í þessu þau tíðindi sem Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag: að Bergþóra Sól Ásmundsdóttir væri gengin í raðir félagsins.

Bergþóra skrifar undir samning sem gildir út næsta tímabil en hún kemur frá sænska félaginu Örebro.

„Bergþóra er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem við teljum að muni smella vel inn í liðið okkar. Hún er að koma heim frá Svíþjóð reynslunni ríkari, tilbúin í slaginn með okkur framundan í Bestu deildinni," segir John Andrews, þjálfari Víkings, í tilkynningu Víkings.

Bergþóra. sem er 21 árs miðjumaður, lék 20 leiki fyrir Örebro. Hún fór til Örebro frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki fyrir tæpu ári síðan.

Nýliðar Víkings eru í 5. sæti Bestu deildarinnar. Næsti leikur liðsins verður gegn Þór/KA á útivelli eftir rúma viku.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 15 14 0 1 41 - 13 +28 42
2.    Breiðablik 15 13 0 2 34 - 5 +29 39
3.    Þór/KA 15 9 1 5 34 - 20 +14 28
4.    Víkingur R. 15 6 5 4 21 - 23 -2 23
5.    FH 15 6 1 8 21 - 28 -7 19
6.    Stjarnan 15 6 1 8 18 - 29 -11 19
7.    Þróttur R. 15 5 2 8 17 - 21 -4 17
8.    Tindastóll 15 3 3 9 17 - 33 -16 12
9.    Fylkir 15 2 3 10 14 - 27 -13 9
10.    Keflavík 15 3 0 12 11 - 29 -18 9
Athugasemdir
banner
banner
banner