Leicester hefur sett sig í samband við Ajax um möguleikann á því að kaupa Steven Bergwijn af hollenska félaginu. Frá þessu segir Fabrizio Romano.
Bergwijn þekkir vel til í úrvalsdeildinni á Englandi því hann er fyrrum leikmaður Tottenham.
Hann hefur einnig verið orðaður við West Ham, Marseille og Sádi-Arabíu í sumar.
Bergwijn þekkir vel til í úrvalsdeildinni á Englandi því hann er fyrrum leikmaður Tottenham.
Hann hefur einnig verið orðaður við West Ham, Marseille og Sádi-Arabíu í sumar.
Leicester vann Championship deildina í vor og er því mætt aftur upp í deild þeirra bestu.
Bergwijn er 26 ára kantmaður sem var hjá Tottenham árin 2020-22. Frá því að hann sneri aftur til Hollands hefur hann skorað 24 mörk í 56 deildarleikjum.
Hollenski landsliðsmaðurinn er samherji Kristians Nökkva Hlynssonar hjá Ajax.
Athugasemdir