Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Healy ánægður að Ten Hag fékk traustið: Þurft að glíma við erfiða hluti
Healy kom við sögu í þremur keppnisleikjum með United á árunum 1999-2001.
Healy kom við sögu í þremur keppnisleikjum með United á árunum 1999-2001.
Mynd: Getty Images
Sterkt að vinna úrslitaleikinn.
Sterkt að vinna úrslitaleikinn.
Mynd: EPA
David Healy, stjóri Linfield sem mætir Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld, ræddi við Fótbolta.net í gær. Í lok viðtalsins var hann spurður út í uppeldisfélagið sitt, Manchester United.

Stjórn United tók þá ákvörðun eftir síðasta tímabil að halda tryggð við Erik ten Hag og byrjaði Healy þar.

„Stjórinn fékk þau skilaboð að hann yrði áfram. Síðasta tímabil var mjög strembið, svo mikið af meiðslum, gagnrýni sem kom utan frá og líka innan frá. Það er mikið sem stjórinn hefur þurft að takast á við; á tímabilinu á undan fór Ronaldo, svo var Greenwood málið og líka Sancho."

„Stjórinn og félagið koma út úr þessu með því að vinna enska bikarinn. Vonandi byggist upp sjálfstraust út frá því og vonandi verður hægt að segja að Erik ten Hag sé algjörlega frábær þjálfari og stjóri."

„Séð utan frá er ég mjög ánægður að Ten Hag fái tækifærið til að taka verkefnið áfram. Ef það hefði orðið breyting, hann hefði verið látinn fara, þá hefði verið hægt að horfa á þessi tvö ár og segja að þau hafi eiginlega verið tímaeyðsla; hefði þurft að endurræsa vegferðina."

„Núna verða vonandi framfarir, það var mjög sterkt að vinna Man City í úrslitaleik. Nú er tækifæri til að taka það áfram. Munu þeir enda í 1. eða 2. sæti á komandi tímabili? Sennilega ekki með Arsenal, Man City og fleiri lið þarna. En það er búið að byggja ákveðinn grunn og vonandi verður mikil velgengni í ekki svo fjarlægri framtíð hjá Erik ten Hag og Manchester United,"
sagði Healy.
Enski boltinn - Úrslitaleikurinn og tímabil Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner