Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
David Healy: Stjarnan líklegri til sigurs á sínu gervigrasi
David Healy ræddi leikinn og einvígið.
David Healy ræddi leikinn og einvígið.
Mynd: EPA
Haukur Örn Brink skoraði gegn KR í síðasta leik.
Haukur Örn Brink skoraði gegn KR í síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Healy lagði ekki í að bera fram nafn Róberts Frosta.
Healy lagði ekki í að bera fram nafn Róberts Frosta.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Létt yfir Healy í gær.
Létt yfir Healy í gær.
Mynd: EPA
„Við höfum séð nokkuð marga leiki. Við vitum að þeim hefur ekki gengið jafnvel og í fyrra á þessu tímabili. Við vitum að þeir eru með mikla reynslu í hópnum sínum, nokkuð margir leikmenn sem eiga að baki mörg tímabil. Stjarnan er einnig með talsvert mikið af ungum leikmönnum," sagði David Healy sem er stjóri Linfield.

Stjarnan tekur á móti Linfield á Samsungvellinum í kvöld. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni og hefst hann klukkan 19:00.

Healy ræddi við Fótbolta.net í gær.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Linfield

„Þeir voru með 17 og 18 ára menn inn á miðjunni í síðasta leik. Blandan þeirra er því góð."

„Ég á von á mjög erfiðum leik. Mín reynsla á heimavelli í Evrópu er að þú vilt að það verði mjög erfitt fyrir andstæðinginn að vinna. Við vitum hver áskorunin er, höfum rætt um hana, sýnt klippur og kynnt andstæðinginn fyrir liðinu. En þú í raun veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í fyrr en liðin mætast á vellinum. Við höfum undirbúið okkar leikmenn undir það að þetta verði mjög erfiður fyrri leikur í einvíginu."


Eru leikmenn í liði Stjörnunnar sem þarf að varast?

„Ég myndi ekki segja að það væri einhver einn frekar en annar. Þeir eru hættulegir fram á við, við sáum síðasta leik þeirra þar sem (Haukur Örn) Brink var hægra megin, kom inn á völlinn og skoraði. (Örvar) Eggertsson var á kantinum og (Emil) Atlason fyrir miðju. Svo voru ungir leikmenn á miðsvæðinu, númer 80 (Róbert Frosti Þorkelsson) og 30 (Kjartan Már Kjartansson). Það er mikil orka í liðinu og svo reynslu til baka í fyrirliðanum (Guðmundi Kristjánssyni). (Jóhann Árni) Gunnarsson er oftast á miðjunni, spurning hvort hann spili. Við höfum undirbúið okkur eins vel og við getum. Við tókum eftir því að þeir skiptu um markvörð af einhverri ástæðu. Við erum spenntir fyrir leiknum."

Stjarnan er á miðju tímabili en Linfield er á undirbúningstímabili. Hvaða áhrif hefur það á leikinn?

„Ég held við vitum kostina eða gallana eftir seinni leikinn. Við höfum undirbúið okkur eins vel og við höfum getað. Við höfum verið á þessum stað áður, vitum hver áskorunin er. Við þurfum að passa upp á að orkan okkar sé nýtt á réttan hátt."

Hver er lykillinn að mögulegum sigri Linfield í leiknum?

„Í Evrópu þarftu fyrst og fremst að passa upp á að það sé erfitt að sigra þig. Þetta er fyrri leikurinn og við viljum passa upp á að í Belfast þá eigum við ennþá góðan möguleika á því að fara áfram. Það er aðalmarkmiðið. Viljum við vinna? Já, auðvitað. Ég er á því að við getum unnið, við þurfum að leggja hart að okkur og eiga góðan leik. Ég held að þjálfarinn þeirra mun líta á þetta, þar sem við vorum 'seeded' og þeir 'unseeded', sem möguleika á að komast áfram."

Er búist við því að þið farið áfram?

„Við sjáum á morgun hvernig liðin standa gegn hvort öðru. Við fórum til Svartfjallalands fyrir nokkrum árum og unnum óvænt á útivelli þar sem það lið var sigurstranglegra. Að vinna á útivelli í Evrópu er mjög erfitt. Lið frá Norður-Írlandi eru ekki með góðan útivallaárangur í Evrópu. Stjarnan mun líklega á heimavelli, á gervigrasi, verða líklegra liðið til að vinna leikinn. En við vitum hvað við getum, hversu góðir við getum verið. Við höfum fengið inn nýja leikmenn eftir síðasta tímabil og við viljum að þeir komist hratt og vel inn í hlutina og vonandi verðum við í góðu færi fyrir seinni leikinn í Belfast," sagði Healy.

Það er rétt hjá Healy því Stjarnan er samkvæmt veðbönkum talsvert líklegra til að landa sigri í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner