Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Healy ræddi um íslenskan fótbolta - „Alltaf aðeins meiri klassi yfir Bjarka"
Töffari.
Töffari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki var í þrjú ár hjá Preston.
Bjarki var í þrjú ár hjá Preston.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi í leik með Leeds.
Gylfi í leik með Leeds.
Mynd: Getty Images
Healy í baráttunni við Kristján Örn Sigurðsson.
Healy í baráttunni við Kristján Örn Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Norður-Írinn David Healy, stjóri Linfield sem mætir Stjörnunni í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld, ræddi við Fótbolta.net í gær.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Norður-Íra var spurður út í hvað hann vissi um íslenskan fótbolta.

„Ég hef spilað með íslenskum leikmönnum, Bjarka Gunnlaugssyni hjá Preston í stuttan tíma og með Gylfa Einarssyni hjá Leeds," sagði Healy sem lék einnig nokkra leiki með Þórði Guðjónssyni hjá Preston þegar Þórður var þar á láni.

„Ég hef einnig spilað á móti nokkrum Íslendingum; Guðna Bergssyni hjá Bolton og Hermanni Hreiðarssyni, ég veit ekki hvað Hermann er að gera í dag en þegar ég spilaði á móti honum á Englandi, gerði það nokkrum sinnum: gegn Ipswich, Portsmouth - og líka íslenska landsliðinu, þá urðu það bardagar."

Hermann er í dag þjálfari ÍBV í Lengjudeildinni.

„Svo auðvitað spilaði ég gegn besta leikmanninum, Eiði (Smára Guðjohnsen), ótrúlegur leikmaður. Ég á landsliðstreyjuna hans heima, skiptumst á treyjum eftir landsleik. Hann átti frábæran feril."

„Ég er ekki djúpur í fótboltanum á Íslandi. En þegar horft er til baka þá sést að landsliðið hefur bætt sig umtalsvert, liðinu hefur gengið mjög vel, komist á EM og HM. Það þekkja líka allir víkingaklappið. Fyrir svona fámenna þjóð þá hefur landsliðið örugglega farið fram úr væntingum. Fyrir 20 árum þegar við spiluðum hér þá var hægt að sjá breytingar í hugarfari leikmanna, það var meiri strúktúr, meiri hugsun á bakvið æfingaaðstæður og að koma upp hallir til að æfa í á veturna."

„Framfararnir, að fara úr því að vera ekki inni í myndinni í Evrópuboltanum, ná að snúa því í velgengni, framleiða marga unga og hæfileikaríka leikmenn, það er eftirtektarvert. A-landsliðið hefur svo sannarlega grætt á því og ég sé í dag að íslenskur þjálfari var tilkynntur sem landsliðsþjálfari Írlands. Þjálfarastrúktúrinn hefur breyst og leikmenn eru teknískari."

„Ef við horfum til baka til 2000 og hugsum hvort að Ísland eigi möguleika á því að fara á stórmót, þá var svarið væntanlega nei. Það er hrós á fótboltasambandið og alla í kringum fótboltann hér, kúltúrnum var breytt og velgengnin er eftirtektarverð."


Healy, sem er markahæsti leikmaður í sögu írska landsliðsins með 36 mörk, skoraði tvö af þeim gegn Íslandi. Það fyrra kom í undankeppni HM 2002, í 3-0 sigri í Belfast. Svo skoraði hann úr vítaspyrnu á Laugardalsvelli í 2-1 tapi í undankeppni EM 2008.

Healy mundi vel eftir mörkunum. „Við töpuðum báðum leikjunum sem við spiluðum á Íslandi; 1-0 og 2-1. Vonandi verður það allt er þegar þrennt er (e. third time lucky) á morgun," sagði Healy og brosti.

Hann var spurður hvort hann mundi eftir Bjarka og Gylfa.

„Hjá Preston þá tók maður alltaf eftir Bjarka. Hann klæddi sig ekki eins og fótboltamenn gerðu venjulega. Það var því alltaf aðeins meiri klassi yfir Bjarka en öðrum, meiri kúltúr."

„Hjá Leeds var Gylfi mjög vinsæll í klefanum, létt yfir honum og auðvelt fyrir hann að falla inn í stemninguna. Íslendingum gengur yfirleitt vel að komast inn í kúltúrinn í enska fótboltanum."


Healy var spurður út í leikinn gegn Englandi á EM 2016, þar sem Ísland sló út England. Sem leikmaður sem lék lengi á Englandi, með hvoru liðinu hélt hann?

„Örugglega Íslandi. Var þetta ekki leikurinn þar sem þeir skoruðu eftir langt innkast? Jú, ég hélt örugglega með Íslandi," sagði Healy og brosti.
Athugasemdir
banner
banner
banner