Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íþróttastjóri Norrköping: Bjóst við tilboði í Arnór Ingva
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins og Norrköpings, lýsti því yfir í hlaðvarpsþættinum ChessAfterDark fyrr í sumar að hann væri mjög svo opinn fyrir því að færa sig um set frá sænska félaginu.

Hann er algjör lykilmaður liðsins, besti leikmaður þess og átti frábært tímabil í fyrra.

Tony Martinsson, íþróttastjóri Norrköping, tjáði sig um Arnór við NT Sport. Hann er meðvitaður um að Arnór vill fara annað.

„Já, ég hélt persónulega að það myndi koma tilboð í hann eftir tímabilið æðislega sem hann átti í fyrra. En ekkert kom. Það er erfitt þegar þú verður eldri, að fá nægilega gott félag sem þú færð samt að spila í. Við skiljum stöðuna, við sjáum hvað gerist. Við tökum ákvörðun daginn sem það kemur tilboð."

Martinsson útilokar ekki sölu á Arnór. „Við tökum afstöðu þegar það kemur tilboð, ef eitthvað kemur upp."

Arnór sem er 31 árs og byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu, hefur verið orðaður við Ítalíu og Þýskaland.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner