
Framundan er bikarúrslitahelgi á Laugardalsvelli þar sem Breiðablik og ÍBV eigast við í kvennaflokki á föstudag og á laugardag er það viðureign Vals og ÍBV í karlaflokki.
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika, er mjög spennt fyrir leiknum eins og kom fram í viðtali sem Jóhann Ingi Hafþórsson tók við hana.
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika, er mjög spennt fyrir leiknum eins og kom fram í viðtali sem Jóhann Ingi Hafþórsson tók við hana.
„Það er alltaf gamana að spila á Laugardalsvelli og ég er mjög spennt fyrir þessum leik. Þetta eru tvö sterk lið og verður örugglega jafn og skemmtilegur leikur," segir Rakel.
„Þetta er annar bikarúrslitaleikurinn minn og við gefum allt í þennan leik."
„Við þurfum að spila okkar besta leik. Ef við spilum okkar leik þá eigum við að vinna þennan leik. Þetta er allt önnur keppni en deildin og staðan þar segir ekkert."
Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir