Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   lau 11. ágúst 2018 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Halls: Við erum að fara að vinna rest
Arnar Hallsson, þjálfari Aftureldingar.
Arnar Hallsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla
Arnar Hallsson og lærisveinar hans í Aftureldingu voru svekktir eftir markalaust jafntefli við Vestra í toppbaráttuslag í 2. deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 Vestri

„Við lögðum hann upp þannig að við ætluðum að vinna, það var aldrei spurning í okkar uppleggi. Þeir spilað svolítið djúpt yfirleitt og bíða, beita skyndisóknum og föstum leikatriðum. Mér fannst við leysa það ágætlega," sagði Arnar, þjálfari Aftureldingu.

„Þær þrautir sem þeir lögðu fyrir okkur - við leystum þær, en því miður náðum við ekki þessu marki sem skiptir máli."

Afturelding hefur farið í gegnum sex leiki í röð án sigurs, en er samt aðeins einu stigi frá toppnum.

„Ég held ekki," sagði Arnar aðspurður að því hvort þetta slæma gengi væri farið að hafa áhrif á sjálfstraustið. „Maður getur aldrei fullyrt neitt, en frammistaðan í flestum þessum leikjum, fyrir utan leikinn við Tindastól, hefur verið góð og hefur verið þannig að við höfum átt að vinna leikina. Í dag vorum við ekki það góðir að við áttum hiklaust að vinna, en við vorum skárri en þeir."

„Við erum bara að fara að vinna rest," sagði Arnar að lokum en viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir