Raphael Varane, fyrrum leikmaður Man Utd, þurfti að fara meiddur af velli eftir 20 mínútna leik í sínum fyrsta leik með ítalska liðinu Como.
Hann gekk til liðs við Como á dögunum en hann yfirgaf Man Utd í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út.
Como féll úr leik í ítalska bikarnum í gær þegar liðið tapaði 4-3 í vítaspyrnukeppni en staðan var 1-1 eftir framlengingu.
Como spilar í Serie A á komandi tímabili en liðið hafnaði í 2. sæti í Serie B á síðustu leiktíð. Cesc Fabregas var ráðinn stjóri liðsins í sumar en ásamt Varane hefur Fabregas nælt í leikmenn á borð við Pepe Reina, Alberto Moreno og Andrea Belotti.
Raphael Varane has come off injured 20 minutes into his Como debut ???? pic.twitter.com/oPPWJe5fo5
— Football on TNT Sports (@footballontnt) August 11, 2024
Athugasemdir