Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 13. júní 2022 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Myndi Lars taka að sér starfið? - „Eins og þú sérð þá er ég kominn yfir hæðina"
Það kæmi Lars verulega á óvart ef hann tæki að sér annað þjálfarastarf
Það kæmi Lars verulega á óvart ef hann tæki að sér annað þjálfarastarf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck myndi ekki taka við íslenska landsliðinu ef starfið væri á lausu í dag en þetta sagði hann á Viaplay eftir leik Íslands við Ísrael.

Lars hætti með landsliðið eftir Evrópumótið árið 2016. Hann náði ótrúlegum árangri með liðið ásamt Heimi Hallgrímssyni og stýrði liðinu á fyrsta stórmót Íslands í sögunni.

Svíinn kom aftur inn í teymið í febrúar á síðasta ári sem sérstakur ráðgjafi og ætlaði að vera þjálfurunum innan handar en eftir fund með Arnari Þór Viðarssyni síðasta haust var ákveðið að hann yrði ekki áfram.

Vilhjálmur Freyr Hallsson á Viaplay kom með spurningu sem var reist á tilgátu. Myndi Lars taka við íslenska landsliðinu ef staðan væri laus?

„Nei. Þetta er mjög góð spurning en annars held ég að þú sért að stríða mér. Eins og þú sérð kannski þá er ég kominn yfir hæðina en ég sakna þess auðvitað að þjálfa. Ég átta mig samt á því að ég er ekki jafn ungur en það væri gaman að hjálpa og vera hluti af þessu, en það kæmi mér á óvart ef ég tæki að mér annað þjálfarastarf," sagði Lars.

Hann var alveg til í að vera áfram í kringum liðið en þó ánægður með tímann sem hann eyddi með landsliðinu.

„Já, það var engin tímarammi á þessu þegar við byrjuðum. Guðni vildi þetta og svo ræddum við Arnar saman. Ég sá engan ramma en svo var vandamál með covid."

„Ég var alveg til í það en Arnar taldi best að gera þetta sjálfur. Það er erfitt þegar maður kemur inn með einhverjum sem er fyrir utan og við þekktumst ekki fyrir þetta. Ég vildi alltaf vinna sem liðsheild eins og ég og Heimir þar sem við deildum leiðtogahlutverkinu svona svo við tökum sem dæmi en Arnar taldi nóg að gera þetta sjálfur og ég virði það, en þessi stutti tími sem ég var þarna var góður,"
sagði Lars.
Athugasemdir
banner
banner