þri 13.ágú 2024 16:00 Mynd: Getty Images |
|
Spáin fyrir enska - 8. sæti: „Ég dýrka manninn"
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Deildin byrjar að rúlla á föstudaginn. Við höldum áfram að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.
Í áttunda sæti í spánni er Newcastle, ríkasta félag deildarinnar.
Newcastle var gríðarlega óheppið með meiðsli og leikbönn á síðustu leiktíð. Níu leikmenn misstu af 20 leikjum eða meira og það hafði auðvitað áhrif á úrslitin. Einn af þeim var Sandro Tonali sem hafði verið keyptur á mikinn pening frá AC Milan. Hann fór í veðmálabann og spilaði nánast ekkert á tímabilinu. Að lokum hafnaði Newcastle í sjöunda sæti og missti af Evrópu þar sem Manchester United vann enska FA-bikarinn.
Newcastle er ríkasta félagið á Englandi en það hefur gengið erfiðlega að fá að eyða öllum fjármununum í leikmenn út af reglum ensku úrvalsdeildarinnar sem segja til um að félög megi ekki skila ákveðið stóru tapi í rekstrinum yfir þriggja ára tímabil. Félagið hefur þurft að halda utan um budduna í leikmannamálunum til að bókhaldið fari ekki á hliðina. Þeir vilja ekki lenda í því að fá mínusstig eins og Everton gerði á síðasta tímabili.
Þetta hefur ekki verið frábært sumar fyrir Newcastle þar sem félagið missti Dan Ashworth, sem var yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, til Man Utd og á sama tíma var óvissa í kringum stjórann Eddie Howe. En núna er tímabilið að byrja og þá er ástæða til að hlakka til. Newcastle er með öflugan hóp sem gæti klárlega gert tilkall að Evrópu en eigendur félagsins, sem eru frá Sádi-Arabíu, væru örugglega til í að vera komnir enn lengra í verkefni sínu þó það hafi gengið frekar vel til þessa.
Stjórinn: Eddie Howe heldur áfram um stjórnartaumana hjá Newcastle þrátt fyrir sögur um annað í sumar. Hann var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarf Englands þegar Gareth Southgate steig frá borði og var um tíma efstur í veðbönkum. En hann virðist ætla að vera áfram hjá Newcastle. Það er búið að hrista aðeins upp í teyminu sem vinnur fyrir ofan hann og það er spurning hvernig það gengur upp. Howe hefur sýnt það á tíma sínum hjá Newcastle - og áður fyrr - að hann er mjög fær þjálfari.
Leikmannaglugginn: Eins og áður segir þá hefur glugginn verið heldur rólegur hjá Newcastle og félagið hefur þurft að taka því rólega út af fjárhagsreglum deildarinnar. Ef menn hefur frjálsar hendur, þá hefði glugginn verið allt öðruvísi hjá félaginu.
Komnir:
Lewis Hall frá Chelsea - 28 milljónir punda
William Osula frá Sheffield United - 10 milljónir punda
Miodrag Pivas frá Jedinstvo Ub - Óuppgefið kaupverð
John Ruddy frá Birmingham - Á frjálsri sölu
Odysseas Vlachodimos frá Nott. Forest - Óuppgefið kaupverð
Lloyd Kelly frá Bournemouth - Á frjálsri sölu
Farnir:
Elliot Anderson til Nottingham Forest - 35 milljónir punda
Yankuba Minteh frá Brighton - 33 milljónir punda
Matt Ritchie til Portsmouth - Á frjálsri sölu
Jeff Hendrick - Samningur rann út
Loris Karius - Samningur rann út
Paul Dummett - Samningur rann út
Lykilmenn:
Fabian Schär - Newcastle er að reyna að kaupa Marc Guehi frá Crystal Palace og það myndi minnka ábyrgðina á Schär en akkúrat núna er svissneski landsliðsmaðurinn lykilmaður fyrir þetta lið. Schär er sterkur miðvörður með marga góða eiginleika en hann byrjaði 35 af 38 leikjum Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Bruno Guimaraes - Um tíma í sumar óttuðust stuðningsmenn Newcastle að þeir myndu missa Bruno frá sér. Hann var með riftunarákvæði upp á 100 milljónir punda sem var virkt í einn mánuð í sumar en það lagði ekkert félag fram það stórt tilboð í hann. Bruno, sem er frábær djúpur miðjumaður, hefur alltaf talað vel um Newcastle og segist vilja skrifa nafn sitt í sögubækur félagsins.
Alexander Isak - Sænski sóknarmaðurinn var einn sá besti í sinni stöðu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Newcastle borgaði á sínum mikinn pening fyrir hann en hann byrjaði að borga til baka á síðasta tímabili þegar hann skoraði 21 mark í 30 deildarleikjum. Hann verður líklega í baráttunni um markakóngstitilinn.
Kristinn Bjarnason er formaður Newcastle klúbbsins á Íslandi en við fengum hann til að svara nokkrum spurningum fyrir komandi tímabil.
Ég byrjaði að halda með Newcastle af því að... Var mikið í íþróttum þegar ég var yngri. Ég æfði fótbolta eins og allir vinirnir en spilaði mikið fyrstu útgáfu af Football Manager leikjunum sem þá hétu Championship Manager. Heillaðist af liði Newcastle á þessum tíma með Gazza fremstan í flokki í liði Keegan. Þegar Shearer var keyptur frá Blackburn og Asprilla kom inn þá var ég sannfærður um að þetta væri mitt lið og var all-in.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Það eru margar minningar sem koma upp og ég gæti möglega skrifað heila bók. Aldamótin með Bobby Robson við stjórnvölinn. Í þau skipti sem við höfum komist upp aftur í Premier league og þá sérstaklega tímabilið þegar stigametið var næstum því slegið. Velgengni Rafael Benitez með liðið og sú samstaða sem myndaðist í borginni og klúbbnum eftir slæma stjórn eiganda liðsins Mike Ashley. Yfirtakan þegar nýir eigendur tóku við á eftir honum og loksins hægt var að horfa fram á við. Þegar frábærir leikmenn hafa verið keyptir. Nú undanfarin ár eins og Ben Arfa, Saint Maximin, Bruno og Isak og spennan sem fylgir því að fylgjast með þeim. Einn toppurinn var sigur okkar manna á PSG 4-1 í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Stórkostleg frammistaða og markið hjá Schär stendur upp úr.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Ég ætla að koma á óvart og segja að Alan Shearer uppáhalds leikmaðurinn. Enda ein mesta goðsögn í einu liði í enska boltanum. Svo er líka skemmtilegt að fylgjast með honum sem pundit og hlaðvarpsstjórnanda. Alltaf stutt í gleðina. En ég vil gefa Gazza, Saint Maximim, Ginola, Asprilla, Given, Ben Arfa og núna í dag Trippier, Bruno og Isak gott s/o.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var stórkostlegt. Að komast í Meistaradeildina fyrr en stefnt var að var auðvitað frábært. Að vera nálægt því að komast úr svokölluðum dauðariðli með Dortmund, Milan og PSG. Að sigra svo PSG 4-1 eins og ég nefni hér að ofan var toppurinn á þessu öllu saman.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ætli það sé ekki bara að kíkja á íslenska spjallsíðu Newcastle aðdáenda. En það fer mikið eftir því hvað maður gerir. Hvort maður komist á Ölver til að horfa á leikinn með öðrum félögum í klúbbnum eða taki leikinn heima hjá sér. Vil nýta tækifærið og hvetja aðra stuðningsmenn liðsins að ganga í klúbbinn ef þeir eru ekki þar nú þegar.
Hvern má ekki vanta í liðið? Við sáum það á síðasta tímabili að það mátti ekki vanta Pope í liðið. Þá fór allt í steik. Svo var Trippier ekki eins góður og árið áður enda mögulega herra tími farinn að narta í hælana á honum. Varnarlínan verður að halda! En miðað við mikilvægi Joelinton í liðið þá hugsa ég að hann verði fyrir valinu.
Hver er veikasti hlekkurinn? Ég verð að velja þá sem hringja sig oftast inn veika. Callum Wilson er ofboðslega mikið meiddur hjá okkur sem er ástæða þess að liðið sótti ungan Dana frá Sheffield United á dögunum. Það verður áhugavert að sjá hvort að Callum Wilson haldist heill.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Í fyrra hefði ég sagt Lewis Miley og því er gott tilefni til þess að nefna bróðir hans Jamie Miley fyrir þetta tímabil. En í ár ætla ég að skjóta á að Trevan Sanusi sem er aðeins 17 ára gamall fái tækifæri í bikarnum og standi sig vel. Af eldri leikmönnum ætla ég að veðja á að Sandro Tonali verði eins og nýr leikmaður fyrir okkur.
Við þurfum að kaupa... Við þurfum sóknarþenkjandi leikmann á hægri vænginn. En það er tilkomið vegna þess að verið er að skoða að selja Miggy Almiron. Sem ég þó efa að verði gert. En þurfum samkeppni við hinn frábæra Jacob Murphy sem hefur verið stórkostlegur á undirbúningstímabilinu.
Hvað finnst þér um stjórann? Ég dýrka manninn. Þetta er uppáhalds stjórinn minn síðan Bobby Robson. Hann er ekki skemmtilegasti eða yfirlýsingarglaðasti stjórinn í bransanum. En hann er vel þenkjandi, vel talandi, ofboðslega jarðtengdur og klár. Gæti ekki óskað mér betri stjóra í liðið eins og staðan er. Við sjáum líka árangurinn með Bournemouth á sínum tíma og Newcastle í dag. Þess má geta að hann tók sér ársfrí frá fótbolta og flutti til Madrídar og stúderaði Diego Simeone í þaula eins og sást best á leikstíl okkar manna í fyrra.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er fram undan? Ætli ég sé bara ekki eins og allir aðrir stuðningsmenn. Spenntur fyrir tímabilinu og vel peppaður.
Hvar endar liðið? Ég ætla að segja að við náum í Evrópu í ár. Topp 6, þar sem við eigum heima.
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Newcastle, 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Newcastle er ríkasta félagið á Englandi en það hefur gengið erfiðlega að fá að eyða öllum fjármununum í leikmenn út af reglum ensku úrvalsdeildarinnar sem segja til um að félög megi ekki skila ákveðið stóru tapi í rekstrinum yfir þriggja ára tímabil. Félagið hefur þurft að halda utan um budduna í leikmannamálunum til að bókhaldið fari ekki á hliðina. Þeir vilja ekki lenda í því að fá mínusstig eins og Everton gerði á síðasta tímabili.
Þetta hefur ekki verið frábært sumar fyrir Newcastle þar sem félagið missti Dan Ashworth, sem var yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, til Man Utd og á sama tíma var óvissa í kringum stjórann Eddie Howe. En núna er tímabilið að byrja og þá er ástæða til að hlakka til. Newcastle er með öflugan hóp sem gæti klárlega gert tilkall að Evrópu en eigendur félagsins, sem eru frá Sádi-Arabíu, væru örugglega til í að vera komnir enn lengra í verkefni sínu þó það hafi gengið frekar vel til þessa.
Stjórinn: Eddie Howe heldur áfram um stjórnartaumana hjá Newcastle þrátt fyrir sögur um annað í sumar. Hann var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarf Englands þegar Gareth Southgate steig frá borði og var um tíma efstur í veðbönkum. En hann virðist ætla að vera áfram hjá Newcastle. Það er búið að hrista aðeins upp í teyminu sem vinnur fyrir ofan hann og það er spurning hvernig það gengur upp. Howe hefur sýnt það á tíma sínum hjá Newcastle - og áður fyrr - að hann er mjög fær þjálfari.
Leikmannaglugginn: Eins og áður segir þá hefur glugginn verið heldur rólegur hjá Newcastle og félagið hefur þurft að taka því rólega út af fjárhagsreglum deildarinnar. Ef menn hefur frjálsar hendur, þá hefði glugginn verið allt öðruvísi hjá félaginu.
Komnir:
Lewis Hall frá Chelsea - 28 milljónir punda
William Osula frá Sheffield United - 10 milljónir punda
Miodrag Pivas frá Jedinstvo Ub - Óuppgefið kaupverð
John Ruddy frá Birmingham - Á frjálsri sölu
Odysseas Vlachodimos frá Nott. Forest - Óuppgefið kaupverð
Lloyd Kelly frá Bournemouth - Á frjálsri sölu
Farnir:
Elliot Anderson til Nottingham Forest - 35 milljónir punda
Yankuba Minteh frá Brighton - 33 milljónir punda
Matt Ritchie til Portsmouth - Á frjálsri sölu
Jeff Hendrick - Samningur rann út
Loris Karius - Samningur rann út
Paul Dummett - Samningur rann út
Lykilmenn:
Fabian Schär - Newcastle er að reyna að kaupa Marc Guehi frá Crystal Palace og það myndi minnka ábyrgðina á Schär en akkúrat núna er svissneski landsliðsmaðurinn lykilmaður fyrir þetta lið. Schär er sterkur miðvörður með marga góða eiginleika en hann byrjaði 35 af 38 leikjum Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Bruno Guimaraes - Um tíma í sumar óttuðust stuðningsmenn Newcastle að þeir myndu missa Bruno frá sér. Hann var með riftunarákvæði upp á 100 milljónir punda sem var virkt í einn mánuð í sumar en það lagði ekkert félag fram það stórt tilboð í hann. Bruno, sem er frábær djúpur miðjumaður, hefur alltaf talað vel um Newcastle og segist vilja skrifa nafn sitt í sögubækur félagsins.
Alexander Isak - Sænski sóknarmaðurinn var einn sá besti í sinni stöðu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Newcastle borgaði á sínum mikinn pening fyrir hann en hann byrjaði að borga til baka á síðasta tímabili þegar hann skoraði 21 mark í 30 deildarleikjum. Hann verður líklega í baráttunni um markakóngstitilinn.
„Þá var ég sannfærður um að þetta væri mitt lið og var all-in"
Kristinn Bjarnason er formaður Newcastle klúbbsins á Íslandi en við fengum hann til að svara nokkrum spurningum fyrir komandi tímabil.
Ég byrjaði að halda með Newcastle af því að... Var mikið í íþróttum þegar ég var yngri. Ég æfði fótbolta eins og allir vinirnir en spilaði mikið fyrstu útgáfu af Football Manager leikjunum sem þá hétu Championship Manager. Heillaðist af liði Newcastle á þessum tíma með Gazza fremstan í flokki í liði Keegan. Þegar Shearer var keyptur frá Blackburn og Asprilla kom inn þá var ég sannfærður um að þetta væri mitt lið og var all-in.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Það eru margar minningar sem koma upp og ég gæti möglega skrifað heila bók. Aldamótin með Bobby Robson við stjórnvölinn. Í þau skipti sem við höfum komist upp aftur í Premier league og þá sérstaklega tímabilið þegar stigametið var næstum því slegið. Velgengni Rafael Benitez með liðið og sú samstaða sem myndaðist í borginni og klúbbnum eftir slæma stjórn eiganda liðsins Mike Ashley. Yfirtakan þegar nýir eigendur tóku við á eftir honum og loksins hægt var að horfa fram á við. Þegar frábærir leikmenn hafa verið keyptir. Nú undanfarin ár eins og Ben Arfa, Saint Maximin, Bruno og Isak og spennan sem fylgir því að fylgjast með þeim. Einn toppurinn var sigur okkar manna á PSG 4-1 í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Stórkostleg frammistaða og markið hjá Schär stendur upp úr.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Ég ætla að koma á óvart og segja að Alan Shearer uppáhalds leikmaðurinn. Enda ein mesta goðsögn í einu liði í enska boltanum. Svo er líka skemmtilegt að fylgjast með honum sem pundit og hlaðvarpsstjórnanda. Alltaf stutt í gleðina. En ég vil gefa Gazza, Saint Maximim, Ginola, Asprilla, Given, Ben Arfa og núna í dag Trippier, Bruno og Isak gott s/o.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var stórkostlegt. Að komast í Meistaradeildina fyrr en stefnt var að var auðvitað frábært. Að vera nálægt því að komast úr svokölluðum dauðariðli með Dortmund, Milan og PSG. Að sigra svo PSG 4-1 eins og ég nefni hér að ofan var toppurinn á þessu öllu saman.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ætli það sé ekki bara að kíkja á íslenska spjallsíðu Newcastle aðdáenda. En það fer mikið eftir því hvað maður gerir. Hvort maður komist á Ölver til að horfa á leikinn með öðrum félögum í klúbbnum eða taki leikinn heima hjá sér. Vil nýta tækifærið og hvetja aðra stuðningsmenn liðsins að ganga í klúbbinn ef þeir eru ekki þar nú þegar.
Hvern má ekki vanta í liðið? Við sáum það á síðasta tímabili að það mátti ekki vanta Pope í liðið. Þá fór allt í steik. Svo var Trippier ekki eins góður og árið áður enda mögulega herra tími farinn að narta í hælana á honum. Varnarlínan verður að halda! En miðað við mikilvægi Joelinton í liðið þá hugsa ég að hann verði fyrir valinu.
Hver er veikasti hlekkurinn? Ég verð að velja þá sem hringja sig oftast inn veika. Callum Wilson er ofboðslega mikið meiddur hjá okkur sem er ástæða þess að liðið sótti ungan Dana frá Sheffield United á dögunum. Það verður áhugavert að sjá hvort að Callum Wilson haldist heill.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Í fyrra hefði ég sagt Lewis Miley og því er gott tilefni til þess að nefna bróðir hans Jamie Miley fyrir þetta tímabil. En í ár ætla ég að skjóta á að Trevan Sanusi sem er aðeins 17 ára gamall fái tækifæri í bikarnum og standi sig vel. Af eldri leikmönnum ætla ég að veðja á að Sandro Tonali verði eins og nýr leikmaður fyrir okkur.
Við þurfum að kaupa... Við þurfum sóknarþenkjandi leikmann á hægri vænginn. En það er tilkomið vegna þess að verið er að skoða að selja Miggy Almiron. Sem ég þó efa að verði gert. En þurfum samkeppni við hinn frábæra Jacob Murphy sem hefur verið stórkostlegur á undirbúningstímabilinu.
Hvað finnst þér um stjórann? Ég dýrka manninn. Þetta er uppáhalds stjórinn minn síðan Bobby Robson. Hann er ekki skemmtilegasti eða yfirlýsingarglaðasti stjórinn í bransanum. En hann er vel þenkjandi, vel talandi, ofboðslega jarðtengdur og klár. Gæti ekki óskað mér betri stjóra í liðið eins og staðan er. Við sjáum líka árangurinn með Bournemouth á sínum tíma og Newcastle í dag. Þess má geta að hann tók sér ársfrí frá fótbolta og flutti til Madrídar og stúderaði Diego Simeone í þaula eins og sást best á leikstíl okkar manna í fyrra.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er fram undan? Ætli ég sé bara ekki eins og allir aðrir stuðningsmenn. Spenntur fyrir tímabilinu og vel peppaður.
Hvar endar liðið? Ég ætla að segja að við náum í Evrópu í ár. Topp 6, þar sem við eigum heima.
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Newcastle, 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir