Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 22. desember
Championship
West Brom - Bristol City - 15:00
Úrvalsdeildin
Everton - Chelsea - 14:00
Fulham - Southampton - 14:00
Leicester - Wolves - 14:00
Man Utd - Bournemouth - 14:00
Tottenham - Liverpool - 16:30
Bundesligan
Wolfsburg - Dortmund - 16:30
Bochum - Heidenheim - 14:30
WORLD: International Friendlies
Northern Mariana Islands 0 - 2 Guam
Serie A
Atalanta - Empoli - 17:00
Monza - Juventus - 19:45
Roma - Parma - 11:30
Venezia - Cagliari - 14:00
La Liga
Betis - Vallecano - 20:00
Real Madrid - Sevilla - 15:15
Leganes - Villarreal - 17:30
Valencia - Alaves - 13:00
Las Palmas - Espanyol - 17:30
þri 13.ágú 2024 14:00 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska - 9. sæti: „Ég er enn eftir að jafna mig eftir þetta skelfilega lán"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Deildin byrjar að rúlla á föstudaginn. Við höldum áfram að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í níunda sæti í spánni er West Ham sem hefur farið mikinn í sumar.

West Ham fagnar marki á síðasta tímabili.
West Ham fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Julen Lopetegui tók við West Ham í sumar.
Julen Lopetegui tók við West Ham í sumar.
Mynd/Getty Images
David Moyes stýrði West Ham í nokkur ár og gerði vel en það var kominn tími á breytingu eftir síðasta tímabil.
David Moyes stýrði West Ham í nokkur ár og gerði vel en það var kominn tími á breytingu eftir síðasta tímabil.
Mynd/EPA
Todibo kom frá Nice.
Todibo kom frá Nice.
Mynd/West Ham
Wan-Bissaka var keyptur frá Manchester United.
Wan-Bissaka var keyptur frá Manchester United.
Mynd/West Ham
Spilar Lucas Paqueta allt tímabilið?
Spilar Lucas Paqueta allt tímabilið?
Mynd/Getty Images
Jarrod Bowen er afar mikilvægur.
Jarrod Bowen er afar mikilvægur.
Mynd/EPA
Björn Ágúst Hansson er mikill stuðningsmaður West Ham.
Björn Ágúst Hansson er mikill stuðningsmaður West Ham.
Mynd/Úr einkasafni
Declan Rice var númer eitt.
Declan Rice var númer eitt.
Mynd/EPA
Alphonse Areola.
Alphonse Areola.
Mynd/EPA
Kalvin Phillips var á láni frá Man City seinni hluta síðasta tímabils. Það gekk ekki vel.
Kalvin Phillips var á láni frá Man City seinni hluta síðasta tímabils. Það gekk ekki vel.
Mynd/Getty Images
Kudus er frábær leikmaður.
Kudus er frábær leikmaður.
Mynd/Getty Images
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Fyrir utan Ólympíuleikvanginn, heimavöll West Ham.
Fyrir utan Ólympíuleikvanginn, heimavöll West Ham.
Mynd/Getty Images
West Ham hefur gert mjög svo áhugaverða hluti í sumar og það er mjög svo augljóst hver stefnan er. Félagið ætlar sér að fara aftur í Evrópu, á því er enginn vafi. Það hafa orðið miklar breytingar hjá félaginu í sumar og sú stærsta er líklega sú að David Moyes er horfinn á braut eftir að hafa gert virkilega góða hluti í mörg ár hjá félaginu og Julen Lopetegui, fyrrum landsliðsþjálfari Spánar og fyrrum stjóri Real Madrid, er mættur í staðinn. Lopetegui stýrði síðast Úlfunum og er því með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

West Ham hefur þá fengið hvern leikmanninn á fætur öðrum síðustu vikurnar og það er svo sannarlega búið að vera nóg að gera á skrifstofu félagsins. Blekið er ekki þornað eftir félagaskipti dagsins en bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka var að koma frá Manchester United.

Það er spenna í kringum West Ham fyrir komandi tímabil og stuðningsmenn félagsins dreymir væntanlega um að gera það sem Aston Villa gerði á síðasta tímabili og koma sér í topp fjóra. Það er háleitur draumur en ef allt gengur upp þá gæti það klárlega gerst með þennan öfluga leikmannahóp sem búið er að setja saman.

Stjórinn: Eins og segir hér að ofan þá var Julen Lopetegui ráðinn nýr stjóri West Ham í sumar. Þessi fyrrum stjóri Real Madrid og fyrrum landsliðsþjálfari Spánar stýrði síðast Wolves en lét af störfum rétt fyrir síðasta tímabil þar sem hann taldi forráðamenn félagsins ekki hafa staðið við gefin loforð á leikmannamarkaðnum. Hann hefur heldur betur fengið að versla í sumar og þarf heldur betur að standa sig.

Leikmannaglugginn: West Ham er það félag sem hefur eytt næst mest á markaðnum - á eftir Chelsea - þegar bæði kaup og sölur eru teknar inn í myndina. Það er búið að vera nóg að gera hjá félaginu sem ætlar sér að koma aftur í Evrópu.

Komnir:
Max Kilman frá Wolves - 40 milljónir punda
Niclas Füllkrug frá Dortmund - 27 milljónir punda
Crysencio Summerville frá Leeds - 25 milljónir punda
Luis Guilherme frá Palmeiras - 19,5 milljónir punda
Aaron Wan-Bissaka - frá Man Utd - 15 milljónir punda
Jean-Clair Todibo frá Nice - Á láni
Guido Rodríguez frá Real Betis - Á frjálsri sölu
Wes Foderingham frá Sheffield United - Á frjálsri sölu

Farnir:
Flynn Downes til Southampton - 18 milljónir punda
Saïd Benrahma til Lyon - 12,2 milljónir punda
Thilo Kehrer til Mónakó - 9,5 milljónir punda
Nathan Trott til FC Kaupmannahafnar - 1,7 milljónir punda
Ben Johnson til Ipswich - Á frjálsri sölu



Lykilmenn:
Jean-Clair Todibo - West Ham vann á endanum baráttuna við Juventus um hann, en það leit ekki þannig út í nokkra daga. Franskur miðvörður sem var einnig á óskalista Manchester United en þeir gátu ekki keypt hann þar sem það eru sömu eigendur á félögunum. Todibo er sterkur varnarmaður sem þarf að eiga gott fyrsta tímabil hjá Lundúnafélaginu.

Lucas Paqueta - Það er ský yfir brasilíska miðjumanninum þessa stundina. Paqueta er undir rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar vegna brota á veðmálareglum. Ef hann verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára bann frá fótbolta en það yrði ekki gott fyrir West Ham þar sem hann er einn af þeirra lykilmönnum. Algjörlega frábær leikmaður sem mun hjálpa West Ham gríðarlega ef hann sleppur við bann.

Jarrod Bowen - Mjög öflugur kantmaður sem fór á Evrópumótið með Englandi í sumar. Leggur mikið á sig fyrir liðið og er núna búinn að spila lengi með West Ham. Veit um hvað félagið snýst og er einn af bestu leikmönnum liðsins. West Ham treystir mikið á hann í sóknarleiknum en hann getur einnig leyst það að spila fremst á vellinum.

„Ég bara benti á stöðutöfluna eitt tímabilið og endaði þar"

Björn Ágúst Hansson er mikill stuðningsmaður West Ham Við fengum hann til að segja okkur aðeins meira um liðið og áhuga sinn á því.

Ég byrjaði að halda með West Ham af því að... Ég byrjaði að halda með West Ham af handahófi. Ég bara benti á stöðutöfluna eitt tímabilið og endaði þar. Svo var það kannski smá líka út af því ég bjó ekki svo langt frá London Stadium og West Ham er lífið í hverfinu sem ég bjó í.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Ég fór á leik með West Ham gegn Man Utd og ég sat á fremsta bekk rétt á mörkunum sem skildi að stuðningsmenn liðanna og það var klikkuð stemming. Svo var skrúðganga á hverfispubbinn. Það var svo auðvitað geggjað að vinna Conference League líka.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Declan Rice var alltaf minn númer eitt en eftir að hann fór held ég að Bowen hafi tekið við. Hann er frábær hjá okkur.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil byrjaði vel en svo eftir áramót fór allt að hrapa fannst mér og leiðinlegt að við höfum ekki komist hærra.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Leikdagar eru oftast slakir hjá mér, fer auðvitað í treyjuna og set upp West Ham derhúfuna, stilli gúmmíöndinni upp á sinn stað og opna oftast einn kaldan til að slaka taugarnar.

Hvern má ekki vanta í liðið? Það er Bowen en svo er það líka Areola sem var með magnaðar vörslur á síðasta tímabili.

Hver er veikasti hlekkurinn? Ég er enn eftir að jafna mig eftir þetta skelfilega lán á Kalvin Phillips. Það var fáránlegt að sjá hann gefa færi til andstæðingana.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Kudus er frábær leikmaður og hann á eftir að vera skemmtilegur að fylgjast með komandi tímabil.

Við þurfum að kaupa... Við erum búnir að vera duglegir núna í þessum glugga og erum að kaupa leikmenn sem er mikil þörf á og það er erfitt að segja hvern annan við ættum að fjárfesta í. Við þurfum að sjá hvernig þessir sem eru sem eru komnir og hvaða styrkleika þeir eiga eftir að lyfta hjá okkur.

Hvað finnst þér um stjórann? Nýi stjórinn hjá okkur er með frábærar hugmyndir og ég er mjög spenntur að sjá það komast á framfæri. Vonandi á hann eftir að leiða okkur á góðan veg aftur.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég er með góðar væntingar fyrir komandi tímabili eins og maður verður alltaf að gera og ég vonast eftir að minnsta kosti Evrópusæti.

Hvar endar liðið? Ég er vongóður og ætla að segja 5. sæti fyrir okkur.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner